Betra að vera í úrvaldseildinni 10. september 2005 00:01 Mick McCarthy, stjóri Sunderland, er duglegur að finna ljósu punktana í afleitu gengi hans manna í úrvalsdeildinni og eftir tapið gegn Chelsea í gær, sagði hann að það væri í það minnsta betra að vera staddur í úrvalsdeildinni en í fyrstu deildinni. Sunderland er eina liðið í úrvalsdeildinni sem er án stiga eftir fimm umferðir og situr í neðsta sæti deildarinnar með markatöluna 2:9. Eftir að liðið tapaði fyrsta leiknum í úrvalsdeildinni sagðist McCarthy ætla að njóta tímabilsins í úrvalsdeildinni og hann virðist svo sannarlega ætla að standa við það. Lið Chelsea lék ekki vel á heimavelli sínum í dag, en hafði þó nokkuð auðveldan 2-0 sigur á lánlausu liði Sunderland. "Það vantaði lítið upp á baráttu minna manna í dag, en það sem mér þykir helst vanta í lið mitt er trúin á það að við getum unnið í þessari deild. Við erum allri að bíða eftir að vinna þennan fyrsta leik og leikurinn við West Brom í næstu umferð verður gríðarlega mikilvægur í þeim skilningi. Þegar allt er talið, er ég þó miklu ánægðari að vera að spila í úrvalsdeildinni en þeirri fyrstu," sagði McCarthy. Jose Mourinho var ekki mjög sáttur við spilamennsku sinna manna, en var sáttur við stigin þrjú. "Mínir menn eru búnir að vera úti um allar jarðir að spila landsleiki og því er ástandið upp og ofan á leikmönnum. Sumir hafa varla mætt á æfingu í tíu daga vegna anna, á meðan menn eins og Asier del Horno hefur æft tvisvar á dag. Þegar upp er staðið er ég sáttur við stigin þrjú, en við þurfum að bæta okkur mikið ef við ætlum að halda þessu róli í deildinni," sagði Portúgalinn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Mick McCarthy, stjóri Sunderland, er duglegur að finna ljósu punktana í afleitu gengi hans manna í úrvalsdeildinni og eftir tapið gegn Chelsea í gær, sagði hann að það væri í það minnsta betra að vera staddur í úrvalsdeildinni en í fyrstu deildinni. Sunderland er eina liðið í úrvalsdeildinni sem er án stiga eftir fimm umferðir og situr í neðsta sæti deildarinnar með markatöluna 2:9. Eftir að liðið tapaði fyrsta leiknum í úrvalsdeildinni sagðist McCarthy ætla að njóta tímabilsins í úrvalsdeildinni og hann virðist svo sannarlega ætla að standa við það. Lið Chelsea lék ekki vel á heimavelli sínum í dag, en hafði þó nokkuð auðveldan 2-0 sigur á lánlausu liði Sunderland. "Það vantaði lítið upp á baráttu minna manna í dag, en það sem mér þykir helst vanta í lið mitt er trúin á það að við getum unnið í þessari deild. Við erum allri að bíða eftir að vinna þennan fyrsta leik og leikurinn við West Brom í næstu umferð verður gríðarlega mikilvægur í þeim skilningi. Þegar allt er talið, er ég þó miklu ánægðari að vera að spila í úrvalsdeildinni en þeirri fyrstu," sagði McCarthy. Jose Mourinho var ekki mjög sáttur við spilamennsku sinna manna, en var sáttur við stigin þrjú. "Mínir menn eru búnir að vera úti um allar jarðir að spila landsleiki og því er ástandið upp og ofan á leikmönnum. Sumir hafa varla mætt á æfingu í tíu daga vegna anna, á meðan menn eins og Asier del Horno hefur æft tvisvar á dag. Þegar upp er staðið er ég sáttur við stigin þrjú, en við þurfum að bæta okkur mikið ef við ætlum að halda þessu róli í deildinni," sagði Portúgalinn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum