Leitað á meðan aðstæður leyfa 10. september 2005 00:01 Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira