Leitað á meðan aðstæður leyfa 10. september 2005 00:01 Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira