Getum hugað að nýjum tækifærum 8. september 2005 00:01 Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fagnar skilningi stjórnvalda á hlutverki nýsköpunar fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en næstu fjögur árin renna 2,5 milljarðar króna til sjóðsins af sölunandvirði Símans. Sjóðurinn tók til starfa í byrjun ársin 1998. Hann hefur fjárfest í um eitt hundrað fyrirtækjum á undanförnum árum. Þar af á sjóðurinn stóran hlut í um tuttugu fyrirtækjum og tekur virkan þátt í stjórnun þeirra. Nýsköpunarsjóður fær einn milljarð króna þegar á þessu ári sem ráðstafa á til sprotafyrirtækja í samræmi við hlutverk sjóðsins. Fram til ársins 2009 fær hann 1,5 milljarða króna til viðbótar sem varið verður til stofnunar sameignarsjóðs en það gerir Nýsköpunarsjóði mögulegt að fjárfesta í sprotafyrirtækjum ásamt fjárfestum á einkamarkaði. "Þetta eru mikil tíðindi fyrir nýsköpun í landinu. Vandinn er sá að það skortir fé, bæði einkafjármagn og fjármagn frá Nýsköpunarsjóði. Milljarðurinn sem sjóðurinn fær strax gerir okkur kleift að fara að huga að nýjum tækifærum og fjárfestingum. Með einum og hálfum milljarði til viðbótar getum við skoðað tækifæri með fjárfestum á einkamarkaði og beinum þá sjónum að fyrirtækjum sem eru lengra á veg komin." Að sögn Gunnars líða tíu ár frá því að sjóðurinn leggur fé í sprotafyrirtæki þar til hann losar sig út með hæfilegum hagnaði. "Sem stendur er sjóðurinn með fé bundið í fjölda fyrirtækja sem eiga enn nokkuð í land þar til unnt verður að selja hlutina í þeim með nauðsynlegum hagnaði. Staðreyndin er sú að það hefur verið fjármagnsflótti í áhættufjárfestingum sem taka langan tíma að skila arði. Þetta á einkum við um starfsemi sem skammt er á veg komin. Þetta tekur langan tíma og allir eru að flýta sér. Um er að ræða einskonar áhættufælni en auk þess horfa menn til þess hve langan tíma það tekur að breyta góðum hugmyndum í arðbær fyrirtæki," segir Gunnar Örn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fagnar skilningi stjórnvalda á hlutverki nýsköpunar fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en næstu fjögur árin renna 2,5 milljarðar króna til sjóðsins af sölunandvirði Símans. Sjóðurinn tók til starfa í byrjun ársin 1998. Hann hefur fjárfest í um eitt hundrað fyrirtækjum á undanförnum árum. Þar af á sjóðurinn stóran hlut í um tuttugu fyrirtækjum og tekur virkan þátt í stjórnun þeirra. Nýsköpunarsjóður fær einn milljarð króna þegar á þessu ári sem ráðstafa á til sprotafyrirtækja í samræmi við hlutverk sjóðsins. Fram til ársins 2009 fær hann 1,5 milljarða króna til viðbótar sem varið verður til stofnunar sameignarsjóðs en það gerir Nýsköpunarsjóði mögulegt að fjárfesta í sprotafyrirtækjum ásamt fjárfestum á einkamarkaði. "Þetta eru mikil tíðindi fyrir nýsköpun í landinu. Vandinn er sá að það skortir fé, bæði einkafjármagn og fjármagn frá Nýsköpunarsjóði. Milljarðurinn sem sjóðurinn fær strax gerir okkur kleift að fara að huga að nýjum tækifærum og fjárfestingum. Með einum og hálfum milljarði til viðbótar getum við skoðað tækifæri með fjárfestum á einkamarkaði og beinum þá sjónum að fyrirtækjum sem eru lengra á veg komin." Að sögn Gunnars líða tíu ár frá því að sjóðurinn leggur fé í sprotafyrirtæki þar til hann losar sig út með hæfilegum hagnaði. "Sem stendur er sjóðurinn með fé bundið í fjölda fyrirtækja sem eiga enn nokkuð í land þar til unnt verður að selja hlutina í þeim með nauðsynlegum hagnaði. Staðreyndin er sú að það hefur verið fjármagnsflótti í áhættufjárfestingum sem taka langan tíma að skila arði. Þetta á einkum við um starfsemi sem skammt er á veg komin. Þetta tekur langan tíma og allir eru að flýta sér. Um er að ræða einskonar áhættufælni en auk þess horfa menn til þess hve langan tíma það tekur að breyta góðum hugmyndum í arðbær fyrirtæki," segir Gunnar Örn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira