Bölvun á íslenska landsliðinu 6. september 2005 00:01 Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira