Blikastúlkur hampa titlinum

Keppni í Landsbankadeild kvenna í fótbolta lauk í dag með með heilli umferð. FH þarf að leika aukaleiki um sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta ári, heima og heiman, við Þór/KA/KS sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu FH í lokaumferðinni í dag, 5-0 og fengu bikarinn afhentan á Kópavogselli nú síðdegis. ÍA er fallið og leikur í 1. deild á næsta ári. Fylkir tryggði sér í dag sæti í Landsbankadeild kvenna að ári þegar liðið sigraði Þór/KA/KS í úrslitaleik, 3-2. Úrslit dagsins: Breiðablik - FH 5-0 Keflavík - ÍA 2-0 ÍBV - Stjarnan 2-3 Valur - KR 5-0 Lokastaðan: 1 Breiðablik 40 stig 2 Valur 36 3 ÍBV 24 4 KR 22 5 Keflavík 18 6 Stjarnan 15 7 FH 10 8 ÍA 1