David James gefst ekki upp

Markvörðurinn David James hjá Manchester City ætlar ekki að gefa upp alla von um að komast aftur í enska landsliðshópinn, þrátt fyrir að vera skilinn eftir úti í kuldanum af Sven-Göran Eriksson fyrir leiki Englands í undankeppni HM á næstu dögum. "Þetta er erfitt fyrir mig, en ég ætla alls ekki að gefast upp og í mínum huga á ég góða möguleika á að vinna sæti mitt aftur ef ég stend mig vel hjá Manchester City, enda þarf ég ekki að hugsa um neitt annað en akkúrat það eins og stendur," sagði James.