Sport

Arsenal verður ekki í toppbaráttu

Bryan Robson, knattspyrnustjóri West Brom, segist fullviss um að Arsenal muni ekki verða í baráttunni um titilinn í ensku úrvalsdeildinni vegna brotthvarfs þeirra Patrick Vieira og Edu af miðjunni, en segir Manchester United vera líklegast til að berjast við meistara síðasta árs. Lið Robson tapaði illa fyrir Chelsea í vikunni og hann er ekki í nokkrum vafa yfir því að meistararnir verði sterkir í vetur. "Þetta Chelsea lið er ótrúlega sterkt og mér sýnist það muni verða enn sterkara í vetur. Ég held að Manchester United sé eina liðið sem getur velgt þeim undir uggum eins og staðan er í dag, því þeir Rooney og Ronaldo eiga bara eftir að verða betri," sagði Robson, sem á sínum tíma var fyrirliði Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×