Sport

Hópur Króata gegn Íslandi

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur valið leikmannahópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006 í fótbolta.  Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu, einnig á útivelli, fjórum dögum síðar. Þessi hópur er mjög svipaður þeim sem mætti Íslandi 26. mars síðastliðinn og Króatar unnu ytra, 4-0. Króatar eru efstir í riðlinum með 16 stig og eru í harðri baráttu við Svía um efsta sætið sem eru einu stigi neðar í 2. sæti. Landsliðshópur Króata Markverðir: Tomislav Butina, Joe Didulica, Stipe Pletikosa. Varnarmenn: Robert Kovac, Igor Tudor, Josip Simunic, Stjepan Tomas, Mario Tokic, Dario Srna, Dario Simic. Miðjumenn:  Ivan Bosnjak, Anthony Seric, Marco Babic, Niko Kovac, Jerko Leko, Ivan Leko, Nico Kranjcar, Jurica Vranjes. Framherjar: Dado Prso, Ivan Klasnic, Bosko Balaban, Eduardo Da Silva.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×