Sport

Carvalho skilinn eftir í stúkunni

Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var skilinn útundan og ekki hafður í 16 manna leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal í dag. Ástæðan er sú að hann kvartaði opinberlega yfir því að hann skyldi ekki hafa verið í byrjunarliði Chelsea gegn Wigan í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um síðustu helgi. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er ekki þekktur fyrir að taka hlutina neinum vettlingatökum og notaði tækifærið í dag og útskyrði fjarveru varnarmannsins í ræðu sinni fyrir leikinn í dag. "Þegar Ricardo skilur ekki að við erum lið þá þarf hann tíma til að læra það. Kannski hann sé farinn að skilja það núna þar sem hann situr uppi í stúku að horfa á leikinn eða þegar hann les þetta." sagði portúgalski harðstjórinn fyrir leikinn í dag. Það er því alveg á kristaltæru að enginn fær sérmeðferð hjá þjálfaranum þó hann hafi kostað 20 milljónir punda eins og Carvalho gerði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×