Sport

Chelsea hafði sigur gegn Arsenal

Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Markið þótti furðulegt þar sem Drogba sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir Hernan Crespo fékk háa sendingu inn í teig frá Frank Lampard og tók hálf-klúðurslega á móti boltanum með sköflungnum þaðan sem boltinn fór í markið. Meistararnir hafa þar með unnið fyrstu tvo leikina sína í deildinni, báða með 1-0 sigri. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik. Sigurinn var þó verðskuldaður þar sem Chelsea var ögn sterkari aðilinn í leiknum. Meistararnir áttu 6 skot á mark Arsenal sem átti þrjú skot á mark heimamanna. Chelsea var 51% tímann með boltann gegn 49% gestanna en hvort lið fyrir sig átti 9 skot að marki andstæðinganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×