Við Reykjavíkurtjörn 18. ágúst 2005 00:01 Um daginn las ég póst frá manni sem sagðist hafa setið á Lækjartorgi og áttað sig á því að hann gæti ekki kosið R-listann framar. Ástæðan var sú að ekkert hafði breyst á ljótasta torgi heims í allri valdatíð R-listans. Þetta er góður punktur. Af hverju er til dæmis ekki búið að setja upp gosbrunn á Lækjartorgi? Eða bara eitthvað til að lífga upp á þennan niðurnídda steinsteypuhrylling? Ekki vantar vatnið í þessu landi! --- --- --- Veitingaaðstaða í Hljómskálagarðinum er heldur ekki málið – eða réttar sagt, það er hálfvelgjuleg hugmynd. Hefði líka átt að vera komið fyrir löngu. Hljómskálagarðurinn er eins og eyðilandið. Þar vantar hús, meira líf, skjól, þarna er pláss fyrir Árbæjarsafnið eins og það leggur sig – gæti verið einhvers konar reykvískur Skans. Hins vegar er hætt við að á kaffihúsi þarna í flæmi garðsins verði einhver hallærislegur skálabragur, ekki ósvipað og á kaffihúsinu í Nauthólsvík. --- --- --- Í fyrradag ætluðum við Kári að fara niður á Tjörn að gefa öndunum brauð sem við höfðum verið að safna í nokkra daga. Urðum frá að hverfa vegna mávagers sem elti okkur um allt Tjarnarsvæðið, birtist skrækjandi í hvert skipti sem við tókum brauðbita úr poka. Barnið var orðið dauðskelkað við fuglana – þetta var satt að segja ekki svo ólíkt Hitchcock-myndinni frægu. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna borgarstjórnin, sem hlýtur að horfa upp á þetta hvern dag út um glugga Ráðhússins, gerir ekkert í því að flæma burt þennan ófögnuð. Þetta er enn eitt dæmið um sinnuleysið sem hefur gripið um sig í stjórn borgarinnar. Kannski ekki stórt mál – en dæmigert. --- --- --- Einn borgarfulltrúi sagði reyndar við mig í hittifyrra að þetta væri einfaldlega gangur náttúrunnar, menn ættu ekki að grípa fram í fyrir henni. Ég nennti ekki að benda honum á að náttúrufarið við Tjörnina væri meira eða minna tilbúið – endur voru til dæmis fluttar þangað í kringum 1930 borgarbúum til yndisauka. Mávarnir leggjast á fuglalífið. Éta egg og unga. Það heyrir til undantekninga ef maður sér endur með unga núorðið. Þess utan er svæðið allt undirlagt af gæsaskít sem sjaldan er hreinsaður burt. --- --- --- Baugsmál hafa verið Hallgrími Helgasyni drjúgt yrkisefni síðustu árin. Nú gengur manna á meðal vísa eftir hann sem er svohljóðandi: Blóðgast nú bleikur flibbinn. Baugur illa stendur. Þrasi fjarri þybbinn þvær sínar bláu hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Um daginn las ég póst frá manni sem sagðist hafa setið á Lækjartorgi og áttað sig á því að hann gæti ekki kosið R-listann framar. Ástæðan var sú að ekkert hafði breyst á ljótasta torgi heims í allri valdatíð R-listans. Þetta er góður punktur. Af hverju er til dæmis ekki búið að setja upp gosbrunn á Lækjartorgi? Eða bara eitthvað til að lífga upp á þennan niðurnídda steinsteypuhrylling? Ekki vantar vatnið í þessu landi! --- --- --- Veitingaaðstaða í Hljómskálagarðinum er heldur ekki málið – eða réttar sagt, það er hálfvelgjuleg hugmynd. Hefði líka átt að vera komið fyrir löngu. Hljómskálagarðurinn er eins og eyðilandið. Þar vantar hús, meira líf, skjól, þarna er pláss fyrir Árbæjarsafnið eins og það leggur sig – gæti verið einhvers konar reykvískur Skans. Hins vegar er hætt við að á kaffihúsi þarna í flæmi garðsins verði einhver hallærislegur skálabragur, ekki ósvipað og á kaffihúsinu í Nauthólsvík. --- --- --- Í fyrradag ætluðum við Kári að fara niður á Tjörn að gefa öndunum brauð sem við höfðum verið að safna í nokkra daga. Urðum frá að hverfa vegna mávagers sem elti okkur um allt Tjarnarsvæðið, birtist skrækjandi í hvert skipti sem við tókum brauðbita úr poka. Barnið var orðið dauðskelkað við fuglana – þetta var satt að segja ekki svo ólíkt Hitchcock-myndinni frægu. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna borgarstjórnin, sem hlýtur að horfa upp á þetta hvern dag út um glugga Ráðhússins, gerir ekkert í því að flæma burt þennan ófögnuð. Þetta er enn eitt dæmið um sinnuleysið sem hefur gripið um sig í stjórn borgarinnar. Kannski ekki stórt mál – en dæmigert. --- --- --- Einn borgarfulltrúi sagði reyndar við mig í hittifyrra að þetta væri einfaldlega gangur náttúrunnar, menn ættu ekki að grípa fram í fyrir henni. Ég nennti ekki að benda honum á að náttúrufarið við Tjörnina væri meira eða minna tilbúið – endur voru til dæmis fluttar þangað í kringum 1930 borgarbúum til yndisauka. Mávarnir leggjast á fuglalífið. Éta egg og unga. Það heyrir til undantekninga ef maður sér endur með unga núorðið. Þess utan er svæðið allt undirlagt af gæsaskít sem sjaldan er hreinsaður burt. --- --- --- Baugsmál hafa verið Hallgrími Helgasyni drjúgt yrkisefni síðustu árin. Nú gengur manna á meðal vísa eftir hann sem er svohljóðandi: Blóðgast nú bleikur flibbinn. Baugur illa stendur. Þrasi fjarri þybbinn þvær sínar bláu hendur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun