Framsókn vill lægri fjármagnsskatt 10. ágúst 2005 00:01 "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu í gær að vel kæmi til greina að hækka fjármagnstekjuskatt sem nú er tíu prósent. "Við verðum auðvitað að taka tillit til þess að við erum í alþjóðlegu umhverfi en ég tel að fjármagnstekjuskattur mætti vera eins hár og mögulegt er út frá þeirri forsendu að fjármagnið fari ekki úr landi," segir Magnús. Hann segir að ekkert hafi enn verið rætt um lækkun á tekjuskatti einstaklinga umfram áætlanir en þegar liggi fyrir áætlun um lækkun um eitt prósentustig. Ljóst sé hins vegar að endurskoða eigi virðisaukaskattskerfið. "Það eru ákvæði um það í stjórnarsáttmálanum og ég vænti að það komi einhverjar tillögur um það fljótlega," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður um skoðanir framsóknarmanna á hækkun fjármagnstekjuskatts að engar samþykktir séu til um slíkt. "Varðandi skatta almennt þá tel ég hins vegar að gæta beri að því að varðveita sjálfan skattstofninn þannig að það verði eftirsóknarvert að greiða skatta sína á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Þess vegna höfum við verið þeirrar skoðunar að það sé í langtímanum hagstætt að lækka skattprósentuna og höfum marglýst því yfir að vinna eigi að því í framtíðinni að afnema undanþágur en auðvitað ber að fara að því með gát og með sátt," segir Einar. Hann segir að hann hafi ekkert heyrt neinar umræður um breytingar á fyrirhuguðum skattalækkunum á einstaklinga en aðspurður um lækkun virðisaukaskatts á matvæli og nauðsynjavörur segir hann: "Eina sem ég veit er að unnið er að endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
"Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu í gær að vel kæmi til greina að hækka fjármagnstekjuskatt sem nú er tíu prósent. "Við verðum auðvitað að taka tillit til þess að við erum í alþjóðlegu umhverfi en ég tel að fjármagnstekjuskattur mætti vera eins hár og mögulegt er út frá þeirri forsendu að fjármagnið fari ekki úr landi," segir Magnús. Hann segir að ekkert hafi enn verið rætt um lækkun á tekjuskatti einstaklinga umfram áætlanir en þegar liggi fyrir áætlun um lækkun um eitt prósentustig. Ljóst sé hins vegar að endurskoða eigi virðisaukaskattskerfið. "Það eru ákvæði um það í stjórnarsáttmálanum og ég vænti að það komi einhverjar tillögur um það fljótlega," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður um skoðanir framsóknarmanna á hækkun fjármagnstekjuskatts að engar samþykktir séu til um slíkt. "Varðandi skatta almennt þá tel ég hins vegar að gæta beri að því að varðveita sjálfan skattstofninn þannig að það verði eftirsóknarvert að greiða skatta sína á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Þess vegna höfum við verið þeirrar skoðunar að það sé í langtímanum hagstætt að lækka skattprósentuna og höfum marglýst því yfir að vinna eigi að því í framtíðinni að afnema undanþágur en auðvitað ber að fara að því með gát og með sátt," segir Einar. Hann segir að hann hafi ekkert heyrt neinar umræður um breytingar á fyrirhuguðum skattalækkunum á einstaklinga en aðspurður um lækkun virðisaukaskatts á matvæli og nauðsynjavörur segir hann: "Eina sem ég veit er að unnið er að endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira