Sport

Tottenham í skýjunum með Davids

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs hafa landað einum mesta hvalreka seinni ára í sögu félagsins en hollenski landsliðsmiðjumaðurinn Edgar Davids hefur gengið í raðir liðsins. Tottenham fær Davids á frjálsri sölu frá Inter Milan þar sem hann var farinn að gróa fastur við varamannabekkinn. Davids er hvað þekktastur fyrir frábæra sendingargetu og líkamlegan kraft sem kemur sér vel í hinni sterku úrvalsdeild á Englandi. Hann umbylti Barcelona á tímabilinu 2002-2003 þegar hann kom sem lánsmaður frá Juventus en á þeim tíma var Barcelona í fallhættu í spænsku deildinni. Barcelona tapaði ekki leik eftir komu Davids og hafnaði í 2. sæti deildarinnar og var óheppið að landa ekki meistaratitilinum. Með komu Davids til Tottenham er má fastlega búast við því að liðið verði ofarlega í baráttunni á Englandi í vetur enda eru stuðningsmenn Spurs á Englandi í skýjunum með þennan hvalreka, en skaphund sem getur reyndar átt það til að vera afar erfiður í samskiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×