Sport

Newcastle á eftir Owen

Komið hefur upp úr krafsinu að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Utd þykir líklegast til þess að hreppa landsliðsmanninn Michael Owen hjá Real Madrid. Owen hefur undnfarnar vikur verið sterklega orðaður við brottför frá Real Madrid vegna komu brasilíska sóknarmannsins Robinho sem spænska félagið er að fá. Hefur Manchester United oftast verið nefnt í því samhengi en BBC hefur öruggar heimildir fyrir því að Man Utd hafi ekki falast eftir Owen. Graeme Souness knattspyrnustjóri Newcastle hefur viðurkennt að hann hafi áhuga á að fá enska landsliðssóknarmanninn sem er metinn á 11 milljónir punda og er vitað að hann vill snúa aftur heim til Englands. En þar sem Chelsea, Arsenal, Liverpool og Man Utd virðast öll vera úr myndinni benda allir fingur á Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×