Sport

Helgi Sig lék gegn Barcelona

Helgi Sigurðsson og félagar í danska knattspyrnuliðinu AGF Aarhus máttu þola 0-4 tap á mánudagskvöld gegn spænska stórliðinu Barcelona en leikurinn var liður í undirbúningsferð Barca í Danmörku. Helgi var ekki í byrjunarliði AGF í leiknum en kom inn á í síðari hálfleik. Barcelona var í 6 daga æfingaferð í Danmörku sem lauk í gær og er liðið nú á leið til Asíu. Barcelona lék um helgina við úrvalslið úr dönsku 2. deildinni en leiknum lauk einnig með 4-0 sigri spænska liðsins fyrir framan ríflega 7000 áhorfendur. Ungir drengir í Árósum sem höfðu hlakkað til komu brasilíska snillingsins Ronaldinho voru sem slegnir með kaldri tusku þegar í ljós kom að átrúnaðargoðið þeirra kom ekki með Barcelona til Danmerkur en hann fékk frí frá æfingaferðinni. Einhver fjöldi Íslendinga sem býr í Danmörku gerði sér ferð á heimavöll AGF til að sjá Barcelona stjörnurnar leika listir sínar gegn Helga Sig og félögum. Lið Barcelona gegn AGF: Valdés, Damià, Puyol, Oleguer, Sylvinho, Van Bommel, Edmílson, Deco, Iniesta, Eto'o and Larsson. Þeir sem komu inn á í seinni hálfleik, Jorquera, Belletti, Rodri, Van Bronckhorst, Xavi, Gabri, Giuly, Maxi og Pitu. AGF Aarhus: Rasmussen, Sorensen, Frost, Grahn, Rasmussen, Arrieta, Lindrup, Kure, Hanssen, Kure og Dayyani. Helgi kom inn á í seinni hálfleik. Mörk: 0-1, Deco (38); 0-2, Larsson (53); 0-3, Gabri (63); 0-4, Maxi (82)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×