Skrípamyndin Chirac 15. júlí 2005 00:01 Í gær var þjóðhátíðardagur Frakklands, leiðtogar fyrrverandi heimsveldisins fylgdust með þegar ekið var með vígtól um Champs Elysées. Forseti landsins, Jacques Chirac, var þarna – hann lítur æ meir út eins og trúður eða skrípamynd af sjálfum sér. Það var raunar ekki úr háum söðli að detta; ef Frakkar hefðu ekki fornfálegar reglur sem vernda forsetann væri Chirac ekki í þessu embætti. Það hefur reyndar mátt hafa smá gaman af athugasemdum Chiracs um breska matargerð – hann sagði að eina framlag Breta til matargerðarlistarinnar væri kúariða. En svo heldur hann áfram viku eftir viku að þenja sig um kosti franskrar matargerðar. "Stating the obvious", kallast þetta líklega. Hallmælir finnskum mat í þessu sambandi. Hvernig er finnska eldhúsið eiginlega? Chirac hefur alltaf verið með eindæmum tækifærissinnaður pólitíkus – þetta er ekki maður sem hefur háleitar hugsjónir eða siðferðisgildi. Nú undir lok alltof langs stjórnmálaferils er hann líkur manni sem í örvæntingu grípur í öll hálmstrá sem bjóðast. Samt les maður að Chirac sé einn einu sinni að hugsa um að bjóða sig fram. Kannski eru það bara látalæti. --- --- --- Nú mæra franskir fjölmiðlar kosti blairismans sem þeir hafa hingað til útmálað sem engilsaxneskan hrylling. Í aðdraganda Evrópukosninganna í síðasta mánuði snerist umræðan að miklu leyti um pólskan pípulagningamann sem átti að stela vinnunni frá Frökkum. Síðan var farið að athuga málið og þá kom í ljós að pólski pípulagningamaðurinn gerði við klósett hjá efnalitlu fólki og stúdentum. Franskir kollegar hans eru hins vegar orðið svo fínir með sig að þeir líta ekki við klósettum. Í kosningum fyrir fáum árum höfnuðu Frakkar frambærilegasta stjórnmálamanni landsins, Lionel Jospin, fyrir Chirac, Jean Marie Le Pen og flokk trotskíista. Það voru einhver óskaplegustu kosningaúrslit í Evrópu í seinni tíð. Frakkar eru mjög ringlaðir pólitískt. Ýmislegt veldur því – undanhald vinstri gilda sem voru mjög ríkjandi í frönsku samfélagi, hnattvæðingin sem þeim gengur erfiðlega að skilja, minnkandi áhrif þeirra í heiminum og mikill straumur innflytjenda sem aðlagast samfélaginu illa. --- --- --- Það hefur verið sagt að Bretar hafi tvisvar á síðustu öld lent í stríði við vitlausa þjóð. Þeir hefðu átt að berjast við Frakka sem sé hin eiginlega óvinaþjóð Breta. Kannski er þetta lélegur brandari. Hvert sumar fyllist Frakkland af Bretum sem dýrka franskan lífstíl. Evelyn Waugh sagði eitthvað á þá leið að við værum Ameríkanar þegar við erum ung en Frakkar þegar aldurinn færist yfir. --- --- --- Húsnæðisbólan barst seint til Íslands og virðist ætla að vara miklu skemur hér en annars staðar. Það er dapurt að gleðin standi svo stutt. Umræðan um húsnæðismál hefur verið mjög einkennileg síðustu misserin. Nú er það loksins að síast inn að hækkanir á húsnæðisverði eru alþjóðlegt fyrirbæri sem hefur verið sérlega áberandi í nágrannalöndum okkar – þessar verðhækkanir hafa beinlínis haldið uppi efnahagslífi heimsins. Lóðaskortur í tíð R-listans kemur málinu sáralítið við. Orsökin fyrir því að bólan barst svo seint hingað var sú að hér var kerfið allt í greipum ríkisins og því var framboðið á fjármagni mjög takmarkað. Það breyttist með einkavæðingu bankanna og þurfti ekki að koma neinum framsóknarmanni á óvart. Nú les maður að stóru og dýru húsin sem allt í einu urðu eftirsótt verslunarvara séu að hætta að seljast. Fólk sem ætlaði að leysa út mikinn hagnað getur það ekki. Kraftur spákaupmennskunnar hefur að miklu leyti færst úr verðbréfunum yfir á húsnæðismarkaðinn – þeir sem hafa lagt mikið undir þar hljóta að vera áhyggjufullir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Í gær var þjóðhátíðardagur Frakklands, leiðtogar fyrrverandi heimsveldisins fylgdust með þegar ekið var með vígtól um Champs Elysées. Forseti landsins, Jacques Chirac, var þarna – hann lítur æ meir út eins og trúður eða skrípamynd af sjálfum sér. Það var raunar ekki úr háum söðli að detta; ef Frakkar hefðu ekki fornfálegar reglur sem vernda forsetann væri Chirac ekki í þessu embætti. Það hefur reyndar mátt hafa smá gaman af athugasemdum Chiracs um breska matargerð – hann sagði að eina framlag Breta til matargerðarlistarinnar væri kúariða. En svo heldur hann áfram viku eftir viku að þenja sig um kosti franskrar matargerðar. "Stating the obvious", kallast þetta líklega. Hallmælir finnskum mat í þessu sambandi. Hvernig er finnska eldhúsið eiginlega? Chirac hefur alltaf verið með eindæmum tækifærissinnaður pólitíkus – þetta er ekki maður sem hefur háleitar hugsjónir eða siðferðisgildi. Nú undir lok alltof langs stjórnmálaferils er hann líkur manni sem í örvæntingu grípur í öll hálmstrá sem bjóðast. Samt les maður að Chirac sé einn einu sinni að hugsa um að bjóða sig fram. Kannski eru það bara látalæti. --- --- --- Nú mæra franskir fjölmiðlar kosti blairismans sem þeir hafa hingað til útmálað sem engilsaxneskan hrylling. Í aðdraganda Evrópukosninganna í síðasta mánuði snerist umræðan að miklu leyti um pólskan pípulagningamann sem átti að stela vinnunni frá Frökkum. Síðan var farið að athuga málið og þá kom í ljós að pólski pípulagningamaðurinn gerði við klósett hjá efnalitlu fólki og stúdentum. Franskir kollegar hans eru hins vegar orðið svo fínir með sig að þeir líta ekki við klósettum. Í kosningum fyrir fáum árum höfnuðu Frakkar frambærilegasta stjórnmálamanni landsins, Lionel Jospin, fyrir Chirac, Jean Marie Le Pen og flokk trotskíista. Það voru einhver óskaplegustu kosningaúrslit í Evrópu í seinni tíð. Frakkar eru mjög ringlaðir pólitískt. Ýmislegt veldur því – undanhald vinstri gilda sem voru mjög ríkjandi í frönsku samfélagi, hnattvæðingin sem þeim gengur erfiðlega að skilja, minnkandi áhrif þeirra í heiminum og mikill straumur innflytjenda sem aðlagast samfélaginu illa. --- --- --- Það hefur verið sagt að Bretar hafi tvisvar á síðustu öld lent í stríði við vitlausa þjóð. Þeir hefðu átt að berjast við Frakka sem sé hin eiginlega óvinaþjóð Breta. Kannski er þetta lélegur brandari. Hvert sumar fyllist Frakkland af Bretum sem dýrka franskan lífstíl. Evelyn Waugh sagði eitthvað á þá leið að við værum Ameríkanar þegar við erum ung en Frakkar þegar aldurinn færist yfir. --- --- --- Húsnæðisbólan barst seint til Íslands og virðist ætla að vara miklu skemur hér en annars staðar. Það er dapurt að gleðin standi svo stutt. Umræðan um húsnæðismál hefur verið mjög einkennileg síðustu misserin. Nú er það loksins að síast inn að hækkanir á húsnæðisverði eru alþjóðlegt fyrirbæri sem hefur verið sérlega áberandi í nágrannalöndum okkar – þessar verðhækkanir hafa beinlínis haldið uppi efnahagslífi heimsins. Lóðaskortur í tíð R-listans kemur málinu sáralítið við. Orsökin fyrir því að bólan barst svo seint hingað var sú að hér var kerfið allt í greipum ríkisins og því var framboðið á fjármagni mjög takmarkað. Það breyttist með einkavæðingu bankanna og þurfti ekki að koma neinum framsóknarmanni á óvart. Nú les maður að stóru og dýru húsin sem allt í einu urðu eftirsótt verslunarvara séu að hætta að seljast. Fólk sem ætlaði að leysa út mikinn hagnað getur það ekki. Kraftur spákaupmennskunnar hefur að miklu leyti færst úr verðbréfunum yfir á húsnæðismarkaðinn – þeir sem hafa lagt mikið undir þar hljóta að vera áhyggjufullir.