Námskeið í uppeldi á Suðurnesjum 11. júlí 2005 00:01 Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ... Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Fjögur sveitarfélög á Reykjanesi hafa, fyrst allra í heimi, boðið upp á námskeið í barnauppeldi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Sem dæmi má nefna að sú mikla aukning sem orðið hefur á notkun rítalíns á landinu, hefur ekki orðið á því svæði. Upphaf námskeiðins má rekja til þess að verið var að leita að námsefni fyrir foreldra barna með hegðunarörðugleika. Fjótlega kom í ljós að kennsluefnið og leiðbeiningarnar hentuðu öllum foreldrum að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings. Yfirskrift námskeiðsins, sem ætlað er foreldrum í Reykjanesbæ, Sandgerði, Höfnum og Vogum, er SOS-hjálp fyrir foreldra og hefur staðið yfir í fjögur ár. Og árangurinn virðist afar góður. Gylfi segir að niðurstöðurnar sýni greinilega að það dragi verulega úr slæmri hegðun og góð hegðun aukist. Yfir 800 manns, eða þriðji til fjórði hver uppalandi á svæðinu, hefur sótt þessi námskeið. Gylfi Jón telur það einföldun að segja að þeir foreldrar sem sækja námskeiðin séu þeir foreldrar sem hvort eð er hefðu vandað sig mest við uppeldið. Og hann nefnir að sprengingin sem oðrið hafi í notkun rítalíns hérlendis sé ekki að finna á þessu svæði. Einn vandi foreldra í dag, að mati Gylfa Jóns, er að þeir geta ekki alveg nýtt sér aðferðir sem foreldrar þeirra beittu því börn í dag séu mkilu fljótari en áður að setja spurningarmerki við hvort hlýða eigi eða ekki. Á Suðurnesjum núna fá því börnin sömu skilaboðin, hvar sem þau eru; kennarinn, foreldrið og sérfræðingurinn hafa öll sótt sama námskeiðið. 75-80% starfsmanna í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði og Vogum hafa sótt námskeiðið. Gylfi Jón segist ekki vita til að reynt hafi verið að sameina uppeldisstefnu í heilum landshluta nokkurs staðar í heiminum. Hann segir ekki spurningu að fara eigi með svona námskeið víðar og kostnaðurinn sé ekki meiri en svo að ef tekst að koma í veg fyrir að eitt barn á þriggja ára fresti þrói með sér hegðunarörðugleika, borgi námskeiðið sig fjárhagslega. Gylfi Jón bendir á að Ísland sé eitt ríkasta samfélag veraldar og að sínu mati eigi og megi setja fjármagn í svona vinnu og fjölskyldugildin á oddinn. ...
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira