Árni segist aldrei hafa sagt ósatt 11. júlí 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs er 15 milljónir króna en sparisjóðirnir bjóða allt að 25 milljóna króna lán í samstarfi við Íbúðalánasjóð, en sjóðurinn hefur lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna með ríkisábyrgð. Félagsmálaráðherra segir sjóðinn ekki lána til íbúðakaupa umfram heimildir. Honum sé líka skylt að stunda fjárstýringu sína með ákveðnum hætti, draga úr áhættu sjóðsins, og það hafi hann verið að gera, m.a. með samningum við banka og sparisjóði. Ráðherra segir að verið sé að fara yfir þessi mál í ráðuneytinu, sem og fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og víðar. Uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði hafi verið meiri en ráð var fyrir gert. Hann ítrekar að Íbúðalánasjóður sé ekki að lána til endurlána heldur sé verið að lána bönkunum með veði í fasteignasöfnum. Hann neitar því að sjóðurinn sé að kaupa lánveitingar sem tryggðar séu með 2. veðrétti í húsnæði fólks. „Nú er ég ekki með það á takteinum nákvæmleg hvernig þessir samningar eru og hafa gerst í dag. Um það verðurðu að spyrja stjórn og starfslið sjóðsins,“ sagði Árni í viðtali við fréttamann Stöðvar 2. „En það sem ég hef séð og það sem við höfum farið yfir sýnist mér rúma fyllilega inanna þeirrar heimildar sem sjóðurinn hefur.“ Félagsmálaráðherrra segir samingi sjóðsins og bankann kannski vera gerðan opinberan og ítrekar að Íbúðalánasjóður sé ekki lána eftir tveimur leiðum, beint til íbúðakaupenda og svo óbeint í gegnum bankana. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svar sem ráðherra gaf á þingi í haust um útlán Íbúðalánasjóðs væru undarleg og að ráðherra hafi farið með rangt mál og kannski ekki vitað betur. Árni segist aldrei hafa farið með rangt mál gangvart Alþingi og það muni hann aldrei gera, enda væri það grafalvarlegt. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs er 15 milljónir króna en sparisjóðirnir bjóða allt að 25 milljóna króna lán í samstarfi við Íbúðalánasjóð, en sjóðurinn hefur lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna með ríkisábyrgð. Félagsmálaráðherra segir sjóðinn ekki lána til íbúðakaupa umfram heimildir. Honum sé líka skylt að stunda fjárstýringu sína með ákveðnum hætti, draga úr áhættu sjóðsins, og það hafi hann verið að gera, m.a. með samningum við banka og sparisjóði. Ráðherra segir að verið sé að fara yfir þessi mál í ráðuneytinu, sem og fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og víðar. Uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði hafi verið meiri en ráð var fyrir gert. Hann ítrekar að Íbúðalánasjóður sé ekki að lána til endurlána heldur sé verið að lána bönkunum með veði í fasteignasöfnum. Hann neitar því að sjóðurinn sé að kaupa lánveitingar sem tryggðar séu með 2. veðrétti í húsnæði fólks. „Nú er ég ekki með það á takteinum nákvæmleg hvernig þessir samningar eru og hafa gerst í dag. Um það verðurðu að spyrja stjórn og starfslið sjóðsins,“ sagði Árni í viðtali við fréttamann Stöðvar 2. „En það sem ég hef séð og það sem við höfum farið yfir sýnist mér rúma fyllilega inanna þeirrar heimildar sem sjóðurinn hefur.“ Félagsmálaráðherrra segir samingi sjóðsins og bankann kannski vera gerðan opinberan og ítrekar að Íbúðalánasjóður sé ekki lána eftir tveimur leiðum, beint til íbúðakaupenda og svo óbeint í gegnum bankana. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svar sem ráðherra gaf á þingi í haust um útlán Íbúðalánasjóðs væru undarleg og að ráðherra hafi farið með rangt mál og kannski ekki vitað betur. Árni segist aldrei hafa farið með rangt mál gangvart Alþingi og það muni hann aldrei gera, enda væri það grafalvarlegt.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira