Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE 6. júlí 2005 00:01 Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira