Hafði tilkynningaskyldu ytra 2. júlí 2005 00:01 Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira