Hafði tilkynningaskyldu ytra 2. júlí 2005 00:01 Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira