2 daga fangelsi fyrir lakkrís 29. júní 2005 00:01 Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær. Talstöðin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær.
Talstöðin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira