Mesti skúlptúristi í heimi 25. júní 2005 00:01 Frægasti listgagnrýnandi heims, Ástralíumaðurinn Robert Hughes, skrifar um sýningu Richards Serra í Guggenheimsafninu í Bilbao í Guardian og segir að hann sé besti núlifandi skúlptúristinn í heiminum, sá eini sem getur talist mikill myndhöggvari nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hughes telur að loks sé komin sýning í þetta fræga safn sem getur skyggt á hinn stórkostlega arkítektúr Franks Gehry. Serra sýnir þarna átta skúlptúra úr stáli, samanlagt vega þeir tólf hundruð tonn og eru á stærð við einn og hálfan fótboltavöll – verkið kallar hann A Matter of Time. Því er ætlað að vera þarna í safninu næstu tuttugu og fimm árin, en sýningin opnaði 8. júní síðastliðinn. Kostnaðurinn við verkið er sagður vera tuttugu milljónir bandaríkjadala. --- --- --- Serra telst líklega vera Íslandsvinur. Með reglulegu millibili er veitt fé úr sjóði sem ber nafn hans til ungra íslenskra myndhöggvara. Verk eftir hann stendur út í Viðey síðan á Listahátíð 1990. Hins vegar er langt í frá að við höfum ræktað þennan mann eins og við gátum. Á þessum tíma hafði Serra mikinn áhuga á að aðstoða Íslendinga, bauðst tll dæmis til að koma hingað með vini sína sína, málarann Frank Stella og tónskáldið Philip Glass, tvo af frægustu listamönnum Bandaríkjanna. --- --- --- Ég hafði talsvert saman við hann að sælda þegar hann vann við að setja upp Áfanga í Viðey – hafði á tilfinningunni að honum þætti meira gaman að tala við fólk héðan og þaðan en kollega sína í myndlistinni. Hann átti til að vera harðskeyttur, sérstaklega við aðra listamenn – en við mig var hann alltaf ljúfur og skemmtilegur. Á þessum árum lék það orð á Serra að hann væri stórhættulegur; sagðar voru sögur af mönnum sem höfðu beðið bana eða örkumlast við að setja upp verk hans. Serra bar það með sér að hann er einbeittur ákafamaður – veitti kannski ekki af þegar horft er til þess hversu sýn hans er stór í sniðum og list hans umdeild á þessum árum. Íbúar í New York gerðu uppreisn gegn einu verka hans, Tilted Arch, sem var sett upp á Federal Plaza í borginni – það var loks fjarlægt og eyðilagt. Þegar þýsk kona hans var fjarri sat hann á kvöldin og drakk franskt hvítvín – átti þá til að fara að sálgreina fólk þannig að það fann til óþæginda. --- --- --- Ég orðaði það við áhrifamenn í menningarlífinu að Serra yrði settur í einhvers konar heiðursstjórn Listahátíðar svo kraftar hans mættu nýtast. Áhugaleysið reyndist algjört. Ég hygg að smákóngar hér og þar i kerfinu hafi ekki viljað hætta á að missa völd sín. Mér virtist starfið í listageiranum ganga ansi mikið út á gagnkvæmar boðsferðir – og gerir kannski enn? En fyrir vikið glötuðust mörg tækifæri að því ég held. Það væri hins vegar ekki úr vegi að reyna að fá Serra til að setja upp sýningu í einhverju listasafninu. Myndi vekja heimsathygli – ef menn kæra sig um. --- --- --- Við Sveinn Sveinsson í Plúsfilm tókum upp heilmikið efni um Serra veturinn og vorið 1990, ég tók viðtölin, Sveinn filmaði. Þegar á reyndi var ekki hægt að fá peninga til að gera mynd úr þessu. Sjónvarpið hafði engan áhuga. Ég veit að hins vegar að Sveinn hefur verið að skoða þetta – hann segir að það sé bara nokkuð gott. Kannski verður hægt að klára myndina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Frægasti listgagnrýnandi heims, Ástralíumaðurinn Robert Hughes, skrifar um sýningu Richards Serra í Guggenheimsafninu í Bilbao í Guardian og segir að hann sé besti núlifandi skúlptúristinn í heiminum, sá eini sem getur talist mikill myndhöggvari nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hughes telur að loks sé komin sýning í þetta fræga safn sem getur skyggt á hinn stórkostlega arkítektúr Franks Gehry. Serra sýnir þarna átta skúlptúra úr stáli, samanlagt vega þeir tólf hundruð tonn og eru á stærð við einn og hálfan fótboltavöll – verkið kallar hann A Matter of Time. Því er ætlað að vera þarna í safninu næstu tuttugu og fimm árin, en sýningin opnaði 8. júní síðastliðinn. Kostnaðurinn við verkið er sagður vera tuttugu milljónir bandaríkjadala. --- --- --- Serra telst líklega vera Íslandsvinur. Með reglulegu millibili er veitt fé úr sjóði sem ber nafn hans til ungra íslenskra myndhöggvara. Verk eftir hann stendur út í Viðey síðan á Listahátíð 1990. Hins vegar er langt í frá að við höfum ræktað þennan mann eins og við gátum. Á þessum tíma hafði Serra mikinn áhuga á að aðstoða Íslendinga, bauðst tll dæmis til að koma hingað með vini sína sína, málarann Frank Stella og tónskáldið Philip Glass, tvo af frægustu listamönnum Bandaríkjanna. --- --- --- Ég hafði talsvert saman við hann að sælda þegar hann vann við að setja upp Áfanga í Viðey – hafði á tilfinningunni að honum þætti meira gaman að tala við fólk héðan og þaðan en kollega sína í myndlistinni. Hann átti til að vera harðskeyttur, sérstaklega við aðra listamenn – en við mig var hann alltaf ljúfur og skemmtilegur. Á þessum árum lék það orð á Serra að hann væri stórhættulegur; sagðar voru sögur af mönnum sem höfðu beðið bana eða örkumlast við að setja upp verk hans. Serra bar það með sér að hann er einbeittur ákafamaður – veitti kannski ekki af þegar horft er til þess hversu sýn hans er stór í sniðum og list hans umdeild á þessum árum. Íbúar í New York gerðu uppreisn gegn einu verka hans, Tilted Arch, sem var sett upp á Federal Plaza í borginni – það var loks fjarlægt og eyðilagt. Þegar þýsk kona hans var fjarri sat hann á kvöldin og drakk franskt hvítvín – átti þá til að fara að sálgreina fólk þannig að það fann til óþæginda. --- --- --- Ég orðaði það við áhrifamenn í menningarlífinu að Serra yrði settur í einhvers konar heiðursstjórn Listahátíðar svo kraftar hans mættu nýtast. Áhugaleysið reyndist algjört. Ég hygg að smákóngar hér og þar i kerfinu hafi ekki viljað hætta á að missa völd sín. Mér virtist starfið í listageiranum ganga ansi mikið út á gagnkvæmar boðsferðir – og gerir kannski enn? En fyrir vikið glötuðust mörg tækifæri að því ég held. Það væri hins vegar ekki úr vegi að reyna að fá Serra til að setja upp sýningu í einhverju listasafninu. Myndi vekja heimsathygli – ef menn kæra sig um. --- --- --- Við Sveinn Sveinsson í Plúsfilm tókum upp heilmikið efni um Serra veturinn og vorið 1990, ég tók viðtölin, Sveinn filmaði. Þegar á reyndi var ekki hægt að fá peninga til að gera mynd úr þessu. Sjónvarpið hafði engan áhuga. Ég veit að hins vegar að Sveinn hefur verið að skoða þetta – hann segir að það sé bara nokkuð gott. Kannski verður hægt að klára myndina?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun