Blaðamennska á villigötum 24. júní 2005 00:01 Subbulegri blaðamennsku er að vaxa ásmegin á Íslandi. Hún á lítið sem ekkert skylt við heiðarlega og trausta fjölmiðlun enda virðist hún í mörgum tilvikum til þess eins gerð að níðast á fólki sem á erfitt eða ómögulegt með að svara fyrir sig. Vikuritið Hér og nú, sem gefið er út af 365 prentmiðlum, hefur stungið sér kollskít í þessum efnum á síðustu dögum. Þar er gengið svo nærri einkalífi fólks að jafna verður við alvarlegt einelti. Og tilgangurinn virðist helga meðalið. Hér og nú hefur lagt sig í líma við að segja frá hjónaskilnaði tónlistarmannsins Bubba Morthens og Brynju Gunnarsdóttur og eftirmálum hans á undanförnum vikum. Í byrjun þessa mánaðar sló blaðið því upp á forsíðu að Bubbi hefði nælt sér tannlækni, tveimur vikum seinna var sagt frá því með upphrópunarmerki að Bubbi væri fallinn. Þegar nánar var að gáð var "fall" Bubba tengt vindlingi í munnviki hans. Hann var sumsé byrjaður að reykja á ný. Augljóst er hins vegar hvað var verið að gefa í skyn á þessari forsíðu blaðsins. Í þessari viku var svo komið að þætti Brynju í skilnaðarmálinu og hún sögð hafa haldið framhjá Bubba. Til að herða enn frekar á sögunni var rætt við konu í Garðabæ sem lýsti því í smáatriðum hvernig fyrrverandi maður hennar og Brynja áttu að hafa dregið sig saman. Frásögnin var einhliða. Gott og vel. Blaðamennska með upphrópunarmerkjum hefur viðgengist hér á landi um nokkurra ára skeið. Vikuritið Séð og heyrt reið á vaðið í þessum efnum og hefur nálgast einkalíf fólks með margvíslegum hætti, jafnt til þæginda sem óþæginda fyrir viðfangsefni sín. Sama verður sagt um DV sem rekur ágenga fréttastefnu. Eftir því sem best verður séð ætlar nýr keppinautur Séð og heyrt að ganga skrefi lengra. Hér og nú vílar ekki fyrri sér að grafast fyrir um viðkvæmustu persónuupplýsingar og matreiða þær að sínum hætti til birtingar fyrir alþjóð. Þetta er subbuleg samkeppni. Og vel má vera að hún eigi eftir að versna, enda virðist býsna auðvelt að selja fólki aðgang að skráargatinu. Og um það snýst reyndar leikurinn, ef leik skyldi kalla - að selja. Og selja hvað sem er. Brýnt er hins vegar að almenningur viti að blaðamennska af þessu tagi er afar umdeild innan raða blaðamanna sjálfra, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hér verður fullyrt að flestum íslenskum blaðamönnum hrjósi hugur við blaðamennsku af þessu tagi sem sviptir upp útihurðinni á heimilum fólks og æðir beint inn í svefnherbergið á skítugum skónum. Flestir blaða- og fréttamenn vinna eftir gagnsæjum og auðskildum siðareglum en þar fyrir utan vita allir hver mörkin eru á milli viðkvæmra persónuupplýsinga og fréttnæmra atburða sem eiga erindi við alþjóð. Þá er og vert að hafa mannvirðingu að leiðarljósi þegar skrifað er um einkahagi fólks. Það vita allir heilvita menn hvenær og hvað meiðir. Meginhluti af efni þeirra blaða sem hér hafa verið nefnd er prýðilegt lesmál og lipurlega skrifað - og því sker skömmin í augu. Trúverðugri blaðamennsku verður að fylgja snefill af dómgreind og helst einhver slatti af henni. Það er ágæt regla blaðamanna að setja sig í spor þeirra sem um er skrifað. Það heitir samkennd á mannamáli. Hitt er ástæðulaust; að leiða mannfyrirlitningu inn í íslenska blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Subbulegri blaðamennsku er að vaxa ásmegin á Íslandi. Hún á lítið sem ekkert skylt við heiðarlega og trausta fjölmiðlun enda virðist hún í mörgum tilvikum til þess eins gerð að níðast á fólki sem á erfitt eða ómögulegt með að svara fyrir sig. Vikuritið Hér og nú, sem gefið er út af 365 prentmiðlum, hefur stungið sér kollskít í þessum efnum á síðustu dögum. Þar er gengið svo nærri einkalífi fólks að jafna verður við alvarlegt einelti. Og tilgangurinn virðist helga meðalið. Hér og nú hefur lagt sig í líma við að segja frá hjónaskilnaði tónlistarmannsins Bubba Morthens og Brynju Gunnarsdóttur og eftirmálum hans á undanförnum vikum. Í byrjun þessa mánaðar sló blaðið því upp á forsíðu að Bubbi hefði nælt sér tannlækni, tveimur vikum seinna var sagt frá því með upphrópunarmerki að Bubbi væri fallinn. Þegar nánar var að gáð var "fall" Bubba tengt vindlingi í munnviki hans. Hann var sumsé byrjaður að reykja á ný. Augljóst er hins vegar hvað var verið að gefa í skyn á þessari forsíðu blaðsins. Í þessari viku var svo komið að þætti Brynju í skilnaðarmálinu og hún sögð hafa haldið framhjá Bubba. Til að herða enn frekar á sögunni var rætt við konu í Garðabæ sem lýsti því í smáatriðum hvernig fyrrverandi maður hennar og Brynja áttu að hafa dregið sig saman. Frásögnin var einhliða. Gott og vel. Blaðamennska með upphrópunarmerkjum hefur viðgengist hér á landi um nokkurra ára skeið. Vikuritið Séð og heyrt reið á vaðið í þessum efnum og hefur nálgast einkalíf fólks með margvíslegum hætti, jafnt til þæginda sem óþæginda fyrir viðfangsefni sín. Sama verður sagt um DV sem rekur ágenga fréttastefnu. Eftir því sem best verður séð ætlar nýr keppinautur Séð og heyrt að ganga skrefi lengra. Hér og nú vílar ekki fyrri sér að grafast fyrir um viðkvæmustu persónuupplýsingar og matreiða þær að sínum hætti til birtingar fyrir alþjóð. Þetta er subbuleg samkeppni. Og vel má vera að hún eigi eftir að versna, enda virðist býsna auðvelt að selja fólki aðgang að skráargatinu. Og um það snýst reyndar leikurinn, ef leik skyldi kalla - að selja. Og selja hvað sem er. Brýnt er hins vegar að almenningur viti að blaðamennska af þessu tagi er afar umdeild innan raða blaðamanna sjálfra, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hér verður fullyrt að flestum íslenskum blaðamönnum hrjósi hugur við blaðamennsku af þessu tagi sem sviptir upp útihurðinni á heimilum fólks og æðir beint inn í svefnherbergið á skítugum skónum. Flestir blaða- og fréttamenn vinna eftir gagnsæjum og auðskildum siðareglum en þar fyrir utan vita allir hver mörkin eru á milli viðkvæmra persónuupplýsinga og fréttnæmra atburða sem eiga erindi við alþjóð. Þá er og vert að hafa mannvirðingu að leiðarljósi þegar skrifað er um einkahagi fólks. Það vita allir heilvita menn hvenær og hvað meiðir. Meginhluti af efni þeirra blaða sem hér hafa verið nefnd er prýðilegt lesmál og lipurlega skrifað - og því sker skömmin í augu. Trúverðugri blaðamennsku verður að fylgja snefill af dómgreind og helst einhver slatti af henni. Það er ágæt regla blaðamanna að setja sig í spor þeirra sem um er skrifað. Það heitir samkennd á mannamáli. Hitt er ástæðulaust; að leiða mannfyrirlitningu inn í íslenska blaðamennsku.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun