Húsnæðisbólan að springa 24. júní 2005 00:01 The Economist segir að stærsta bóla sögunar sé um það bil að springa. Þetta er hækkun á húsnæðisverði sem hefur verið nánast linnulaus víða í heiminum undanfarin ár. En nú segir blaðið að reikningsskilin séu nærri; þeim mun stærri sem bólan sé, þeim mun erfiðari verði eftirleikurinn. Merki eru um að húsnæðisverð sé á niðurleið í Ástralíu og Bretlandi, markaðurinn í Bandaríkjunum kann að vera svona ári á eftir. Fjárfestar hafa verið að setja peninga sína í húsnæði, rétt eins og þeir keyptu hlutabréf í tölvufyrirtækjum á árunum fyrir 2000. Ein hættan er að þeir reyni að selja í stórum stíl. Húsnæðisverð mun þó ekki hrynja jafnhratt og markaðurinn þá. Fremur er við því að búast að það sígi niðurávið. Vandinn er hins vegar sá að venjulegt fólk tekur lán til að kaupa húsnæði; víða í heiminum hafa skuldir einstaklinga vaxið óðfluga í samræmi við hækkandi húsnæðisverð. Almenningur hefur aldrei verið jafn skuldugur og nú. --- --- --- Eigendur húsnæðis hafa líka notað þessa bólu, slegið lán út á hækkandi verð eigna sinna – notað þær eins og einhvers konar hraðbanka til að fjármagna neyslu. Þetta er eitt af því sem hefur haldið efnahag heimsins uppi undanfarin ár. Tveir fimmtuhlutar allra starfa sem hafa orðið til í Bandaríkjunum síðan 2001 hafa verið í greinum sem tengjast húsnæðismarkaðnum. Allt mun þetta horfa öðruvísi við þegar húsnæðisverðið tekur að lækka, ef húseignir hætta að standa undir lánunum sem þarf að borga af þeim. Þá mun hinn blómlegi neytendamarkaður á Vesturlöndum dragast saman – kreppa blasir við. Economist telur að eftir slíkt fall muni markaðurinn þurfa langan tíma til að jafna sig – jafnvel heilan áratug. Fólk sem treysti á að húseignir myndu sjá því fyrir þægilegum eftirlaunum þarf aftur að fara að nurla. --- --- --- Húsnæðisverð hefur verið að hækka stórkostlega á Íslandi eins og annars staðar. Enn vantar þó talsvert upp á að verðið sé jafnhátt og í borgum erlendis. Maður selur ekki í Reykjavík og kaupir í London, New York eða Stokkhólmi. Meira að segja á grísku eyjunum er húsnæðisverðið orðið fáránlega hátt. Sæmileg villa hér á Naxos kostar allt upp í 500-600 þúsund evrur sýnist mér. Maður nagar sig í handarbökin að hafa ekki keypt svoleiðis hús fyrir svona fimm árum. --- --- --- Eins og svo oft áður erum við Íslendingar á svipuðum slóðum og annað fólk í heiminum. Við fylgjumst bara svo illa með að við föttum það ekki og eyðum því tímanum í að þrasa um hluti sem við höldum að séu séríslenskt fyrirbæri.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
The Economist segir að stærsta bóla sögunar sé um það bil að springa. Þetta er hækkun á húsnæðisverði sem hefur verið nánast linnulaus víða í heiminum undanfarin ár. En nú segir blaðið að reikningsskilin séu nærri; þeim mun stærri sem bólan sé, þeim mun erfiðari verði eftirleikurinn. Merki eru um að húsnæðisverð sé á niðurleið í Ástralíu og Bretlandi, markaðurinn í Bandaríkjunum kann að vera svona ári á eftir. Fjárfestar hafa verið að setja peninga sína í húsnæði, rétt eins og þeir keyptu hlutabréf í tölvufyrirtækjum á árunum fyrir 2000. Ein hættan er að þeir reyni að selja í stórum stíl. Húsnæðisverð mun þó ekki hrynja jafnhratt og markaðurinn þá. Fremur er við því að búast að það sígi niðurávið. Vandinn er hins vegar sá að venjulegt fólk tekur lán til að kaupa húsnæði; víða í heiminum hafa skuldir einstaklinga vaxið óðfluga í samræmi við hækkandi húsnæðisverð. Almenningur hefur aldrei verið jafn skuldugur og nú. --- --- --- Eigendur húsnæðis hafa líka notað þessa bólu, slegið lán út á hækkandi verð eigna sinna – notað þær eins og einhvers konar hraðbanka til að fjármagna neyslu. Þetta er eitt af því sem hefur haldið efnahag heimsins uppi undanfarin ár. Tveir fimmtuhlutar allra starfa sem hafa orðið til í Bandaríkjunum síðan 2001 hafa verið í greinum sem tengjast húsnæðismarkaðnum. Allt mun þetta horfa öðruvísi við þegar húsnæðisverðið tekur að lækka, ef húseignir hætta að standa undir lánunum sem þarf að borga af þeim. Þá mun hinn blómlegi neytendamarkaður á Vesturlöndum dragast saman – kreppa blasir við. Economist telur að eftir slíkt fall muni markaðurinn þurfa langan tíma til að jafna sig – jafnvel heilan áratug. Fólk sem treysti á að húseignir myndu sjá því fyrir þægilegum eftirlaunum þarf aftur að fara að nurla. --- --- --- Húsnæðisverð hefur verið að hækka stórkostlega á Íslandi eins og annars staðar. Enn vantar þó talsvert upp á að verðið sé jafnhátt og í borgum erlendis. Maður selur ekki í Reykjavík og kaupir í London, New York eða Stokkhólmi. Meira að segja á grísku eyjunum er húsnæðisverðið orðið fáránlega hátt. Sæmileg villa hér á Naxos kostar allt upp í 500-600 þúsund evrur sýnist mér. Maður nagar sig í handarbökin að hafa ekki keypt svoleiðis hús fyrir svona fimm árum. --- --- --- Eins og svo oft áður erum við Íslendingar á svipuðum slóðum og annað fólk í heiminum. Við fylgjumst bara svo illa með að við föttum það ekki og eyðum því tímanum í að þrasa um hluti sem við höldum að séu séríslenskt fyrirbæri....