Meiri lausatök í góðu árferði 23. júní 2005 00:01 Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðandi segir alvarlegan misbrest í framkvæmd fjárlaga í nýrri skýrslu og gagnrýnir ráðuneyti fyrir að bregðast illa við ítrekuðum framúrkeyrslum fjölmargra stofnana. Davíð Oddsson segir í sumum tilfellum við fjárveitingarvaldið að sakast þegar áætlanir séu ekki raunhæfar. Gott sé að fá ábendingar því betur megi eflaust gera og endurskoða þurfi reglulega til hvaða aðgerða sé gripið. Undanfarin ár hafa forstöðumenn stofnana fengið meira vald, til að mynda í launamálum. Davíð telur suma forstöðumenn hins vegar eiga erfitt með slíkar ákvarðanir í ljósi nálægðarinnar. Ríkisendurskoðun nefnir sem dæmi að hægt sé að stöðva fjárveitingar til þeirra opinberu stofnana sem ítrekað eyða meiru en þeim sé skammtað. Slíkt telur formaður BSRB hins vegar furðulega ósvífni og segir ekki ganga að láta almenna launþega gjalda fyrir stefnu stjórnvalda. Aðspurður hvort sömu lögmál ættu ekki að gilda hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, að ekki sé hægt að eyða meira fé en til er, segir Davíð Oddsson að kerfið í Bandaríkjunum sé þannig að ef fjárveitingar séu ekki fyrir hendi eða renni út stöðvist starfsemin algjörlega. Ekki hafi verið farnar slíkar leiðir hér á landi en kannski þurfi að hafa meiri aga á hlutunum. Davíð bendir þó á að skýringin sé þó örugglega sú að þegar ríkissjóður sé rekinn með margra milljarða afgangi þá verði lausatökin aðeins meiri en ella. Menn segi: „Við höfum borð fyrir báru og getum bjargað þessu.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðandi segir alvarlegan misbrest í framkvæmd fjárlaga í nýrri skýrslu og gagnrýnir ráðuneyti fyrir að bregðast illa við ítrekuðum framúrkeyrslum fjölmargra stofnana. Davíð Oddsson segir í sumum tilfellum við fjárveitingarvaldið að sakast þegar áætlanir séu ekki raunhæfar. Gott sé að fá ábendingar því betur megi eflaust gera og endurskoða þurfi reglulega til hvaða aðgerða sé gripið. Undanfarin ár hafa forstöðumenn stofnana fengið meira vald, til að mynda í launamálum. Davíð telur suma forstöðumenn hins vegar eiga erfitt með slíkar ákvarðanir í ljósi nálægðarinnar. Ríkisendurskoðun nefnir sem dæmi að hægt sé að stöðva fjárveitingar til þeirra opinberu stofnana sem ítrekað eyða meiru en þeim sé skammtað. Slíkt telur formaður BSRB hins vegar furðulega ósvífni og segir ekki ganga að láta almenna launþega gjalda fyrir stefnu stjórnvalda. Aðspurður hvort sömu lögmál ættu ekki að gilda hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, að ekki sé hægt að eyða meira fé en til er, segir Davíð Oddsson að kerfið í Bandaríkjunum sé þannig að ef fjárveitingar séu ekki fyrir hendi eða renni út stöðvist starfsemin algjörlega. Ekki hafi verið farnar slíkar leiðir hér á landi en kannski þurfi að hafa meiri aga á hlutunum. Davíð bendir þó á að skýringin sé þó örugglega sú að þegar ríkissjóður sé rekinn með margra milljarða afgangi þá verði lausatökin aðeins meiri en ella. Menn segi: „Við höfum borð fyrir báru og getum bjargað þessu.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira