Valgerður ber alla ábyrgð 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægilega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráðherranefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smávægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Halldórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að Ríkisendurskoðandi sé að úrskurða um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. "Ríkisendurskoðandi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Fyrst að löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?" spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðrir aðilar en Ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnarfarsrétti eða Umboðsmaður Alþingis, úrskurði um mál sem þetta. Valgerður Sverrisdóttir var ekki búin að kynna sér skýrslu Ríkisendurskoðanda í gærkvöldi og vildi því ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægilega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráðherranefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smávægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Halldórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að Ríkisendurskoðandi sé að úrskurða um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. "Ríkisendurskoðandi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Fyrst að löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?" spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðrir aðilar en Ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnarfarsrétti eða Umboðsmaður Alþingis, úrskurði um mál sem þetta. Valgerður Sverrisdóttir var ekki búin að kynna sér skýrslu Ríkisendurskoðanda í gærkvöldi og vildi því ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira