Lögmaður kennir endurskoðanda um 12. júní 2005 00:01 "Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
"Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira