Lögmaður kennir endurskoðanda um 12. júní 2005 00:01 "Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
"Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira