Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað 10. júní 2005 00:01 Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin. Starfseyfi Alcoa var gefið út eftir að ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir í mars 2003 um að álverið þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Sigurður Örn Guðleifsson, lögmaður hjá Umhverfisstofnun, segir dóm Hæstaréttar hafa gefið ástæðu til þess að athuga hvort að afturkalla ætti stafsleyfi Alcoa, en ákveðið hafi verið að gera það ekki, meðal annars vegna þess að þeir leyfið hafa, hafi réttmætar væntingar um að halda því. Sigurður bendir enn fremur á að Alcoa hafi sent erindi til Skipulagsstofnunar á sínum tíma til þess að kanna það hvort þörf væri á öðru mati. Niðurstaða Skipulagstofnunar hafi verið sú að hið nýja álver þyrfti ekki að fara í mat og þá ákvörðun hafi umhverfisráðherra staðfest. Mistökin hafi legið þar en ekki hjá Alcoa. Þessi sjónarmið og mörg önnur vegist á og þurfi að skoða þegar tekin sé ákvörðun um það hvort Umhverfisstofnun eigi að afturkalla leyfið að eigin frumkvæði. Niðurstaða hennar sé sú að gera það ekki. Sigurður segir að ef umhverfismat kalli á breyttar forsendur geti verið að gefa þurfi út nýtt starfsleyfi en segir að í framhaldi af hagsmunamati nú þyki ekki rétt að afturkalla leyfið. Hjörleifur Guttormsson, sem kærði að ekki hafi farið fram sérstakt umhverfismat fyrir álver Alcoa, segist halda að Alcoa muni doka við með áframhaldandi framkvæmdir á meðan réttarstaðan sé svona óljós. Hann undrast ummæli umhverfisráðherra um að hægt sé að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann segist ekki vita hvar umhverfisráðherra sé staddur með skoðun mála og segist undrandi á því hvað frá honum komi, að það sé formsatriði og hægt sé að halda áfram framkvæmdum eins og ekkert hafi í skorist. Þetta segi ekki aðili með heila hugsun sem hafi fengið í höfuðið afgreiðslu, sem annar ráðherra hafi reyndar unnið árið 2002. Hann telji að umhverfisráðuneytið þurfi að vanda sig ef það ætli að rétta af kúrsinn og bæta sína stöðu því það sé mikið áhyggjuefni hvernig þar sé gengið fram. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ráðleggur þeim sem að málinu koma að staldra við með áframhaldandi framkvæmdir. Málið snúist ekki um hvort álver eigi að rísa heldur snúist það um fagleg vinnubrögð og umhverfisrétt. Hún telur það alvarlegt umhugsunarefni hvað ríkisstjórnin hafi fengið á sig marga dóma í málum sem hafi verið umdeild og þess vegna ratað í gegnum dómskerfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira