Samtalstækni stjórnmálanna 8. júní 2005 00:01 Borgarfulltrúar í Reykjavík keppast við að leggja framn tillögur sínar í skipulagsmálum. Ljóst er að sjálfstæðismenn í borginni hafa hreyft hressilega við keppinautum sínum og nú líður vart sá dagur að metnaðarfullar hugmyndir birtist ekki á síðum dagblaðanna - og var tími til kominn. Skipulagsvandi höfuðborgarsvæðisins felst í smáskammtalækningum sem verið hafa við lýði síðustu áratugi. Í reynd líkist Reykjavík miklu fremur dreifbýli en þéttbýli enda kom á daginn við úttekt Fréttablaðsins á byggðaþróun í höfuðborginni, sem birtist í blaðinu um síðustu helgi, að byggðin í borginni myndi ennþá rúmast öll vestan Elliðaáa og Breiðholts hefði upprunalegur þéttleiki byggðarinnar fengið að njóta sín á síðari árum. Helmingur af borgarlandinu hefur verið lagður undir umferðarmannvirki. Það er ótrúlegt hlutfall. Sjálf Hringbraut borgarinnar er bein lína sem sker byggðina í tvennt - og skipti henni að lokum í tvö kjördæmi. Reykjavíkurflugvöllur þrengir svo að miðborginni að verslun og þjónusta hefur lagt á flótta yfir í önnur bæjarfélög. Gömul miðja borgarinnar er orðin að úthverfi. Þangað leggja fáir leið sína án þess að greiða stöðumælasekt. Skipulagspólitíkin hefur að mestu snúist um það að gera öllum til hæfis; leggja endalausar stoðbrautir sem flækjast um íbúðahverfi í stað þess að hugsa nógu stórt og til framtíðar. Afkastamiklar hraðbrautir hafa meira og minna verið bannorð í umferðinni, enda vonuðust reykvísk yfirvöld allan seinni hluta síðustu aldar að borgarbúar tækju strætisvagna fram yfir einkabíla. Það kom hins vegar á daginn að engin þjóð, nema ef vera kynni Bandaríkjamenn, er jafn hrifin af því að njóta einverunnar í bílnum á leið sinni til vinnu. Það er því gleðiefni að lesa grein Stefáns Jóns Hafstein, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, í Fréttablaðinu á mánudag. Þar leggur hann fram metnaðarfullar tillögur í skipulagsmálum - og svarar í raun kalli sjálfstæðismanna sem tóku ánægjulegt frumkvæði í þessum efnum fyrir tveimur vikum. Þann dag kvað við nýjan tón í málfutningi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna; uppbyggjandi framtíðarsýn þeirra vakti langtum meiri og jákvæðari athygli en þeir hafa átt að venjast af niðurrifsumræðunni um bágan fjárhag borgarinnar og ruglið um Línu.net. Skipulagsmál í Reykjavík verða eitt helsta umræðuefni komandi borgarstjórnarkosninganna. Vonandi er að sú umræða endi ekki í hvimleiðu karpi um frumkvæði og eignarrétt á hugmyndum. Athyglisvert er að sjálfstæðismenn kynntu sínar skipulagstillögur með mjög opnum huga og vilja málefnalega umræðu og skoðanaskipti um þennan mikilvæga málaflokk. Það er ekki síður athyglisvert að oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn fagnar tillögum sjálfstæðismanna í grein sinni í Fréttablaðinu á mánudag. Þetta tvennt skiptir máli. Það er tímabært að borgarstjórnarflokkarnir allir tali saman um skipulagsmál - og komist að niðurstöðu. Þingmenn Reykvíkinga hafa iðulega látið sig samgöngumál lítt varða og eyðilagt sóknarfæri borgarinnar í þessum efnum með flokkspólitísku fimbulfambi. Borgarstjórnarflokkarnir allir eiga að hafa meiri metnað fyrir hönd höfuðborgarinnar. Í þeim efnum er tímabært að laga samtalstækni stjórnmálaflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Borgarfulltrúar í Reykjavík keppast við að leggja framn tillögur sínar í skipulagsmálum. Ljóst er að sjálfstæðismenn í borginni hafa hreyft hressilega við keppinautum sínum og nú líður vart sá dagur að metnaðarfullar hugmyndir birtist ekki á síðum dagblaðanna - og var tími til kominn. Skipulagsvandi höfuðborgarsvæðisins felst í smáskammtalækningum sem verið hafa við lýði síðustu áratugi. Í reynd líkist Reykjavík miklu fremur dreifbýli en þéttbýli enda kom á daginn við úttekt Fréttablaðsins á byggðaþróun í höfuðborginni, sem birtist í blaðinu um síðustu helgi, að byggðin í borginni myndi ennþá rúmast öll vestan Elliðaáa og Breiðholts hefði upprunalegur þéttleiki byggðarinnar fengið að njóta sín á síðari árum. Helmingur af borgarlandinu hefur verið lagður undir umferðarmannvirki. Það er ótrúlegt hlutfall. Sjálf Hringbraut borgarinnar er bein lína sem sker byggðina í tvennt - og skipti henni að lokum í tvö kjördæmi. Reykjavíkurflugvöllur þrengir svo að miðborginni að verslun og þjónusta hefur lagt á flótta yfir í önnur bæjarfélög. Gömul miðja borgarinnar er orðin að úthverfi. Þangað leggja fáir leið sína án þess að greiða stöðumælasekt. Skipulagspólitíkin hefur að mestu snúist um það að gera öllum til hæfis; leggja endalausar stoðbrautir sem flækjast um íbúðahverfi í stað þess að hugsa nógu stórt og til framtíðar. Afkastamiklar hraðbrautir hafa meira og minna verið bannorð í umferðinni, enda vonuðust reykvísk yfirvöld allan seinni hluta síðustu aldar að borgarbúar tækju strætisvagna fram yfir einkabíla. Það kom hins vegar á daginn að engin þjóð, nema ef vera kynni Bandaríkjamenn, er jafn hrifin af því að njóta einverunnar í bílnum á leið sinni til vinnu. Það er því gleðiefni að lesa grein Stefáns Jóns Hafstein, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, í Fréttablaðinu á mánudag. Þar leggur hann fram metnaðarfullar tillögur í skipulagsmálum - og svarar í raun kalli sjálfstæðismanna sem tóku ánægjulegt frumkvæði í þessum efnum fyrir tveimur vikum. Þann dag kvað við nýjan tón í málfutningi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna; uppbyggjandi framtíðarsýn þeirra vakti langtum meiri og jákvæðari athygli en þeir hafa átt að venjast af niðurrifsumræðunni um bágan fjárhag borgarinnar og ruglið um Línu.net. Skipulagsmál í Reykjavík verða eitt helsta umræðuefni komandi borgarstjórnarkosninganna. Vonandi er að sú umræða endi ekki í hvimleiðu karpi um frumkvæði og eignarrétt á hugmyndum. Athyglisvert er að sjálfstæðismenn kynntu sínar skipulagstillögur með mjög opnum huga og vilja málefnalega umræðu og skoðanaskipti um þennan mikilvæga málaflokk. Það er ekki síður athyglisvert að oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn fagnar tillögum sjálfstæðismanna í grein sinni í Fréttablaðinu á mánudag. Þetta tvennt skiptir máli. Það er tímabært að borgarstjórnarflokkarnir allir tali saman um skipulagsmál - og komist að niðurstöðu. Þingmenn Reykvíkinga hafa iðulega látið sig samgöngumál lítt varða og eyðilagt sóknarfæri borgarinnar í þessum efnum með flokkspólitísku fimbulfambi. Borgarstjórnarflokkarnir allir eiga að hafa meiri metnað fyrir hönd höfuðborgarinnar. Í þeim efnum er tímabært að laga samtalstækni stjórnmálaflokkanna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun