Sport
Enn frestað hjá Keflavík og ÍBV
Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur enn á ný verið frestað vegna veðurs en hann átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli í gær. Leikurinn var svo settur á kl. 18 í dag en ekki hefur enn verið flugfært til Eyja og hefur leikurinn nú verið settur á kl. 14:00 á laugardag, 18. júní á Keflavíkurvelli.