Glæsileg framtíðarsýn 29. maí 2005 00:01 Í gær birtist í fjölmiðlum spennandi framtíðarsýn borgarstjórnarflokks sjálfstæðimanna um eyjaborgina Reykjavík. Hugmyndir flokksins gera ráð fyrir því að stað þess að höfuðborgarbyggðin teygi sig áfram inn til landsins og upp til fjalla, eins og hún stefnir óðfluga núna, verði horft til hafs og borgarbúar taki sér bólfestu á eyjunum fyrir utan strandlengjuna og þær tengdar við meginlandið með landfyllingum, brúm og jarðgöngum. Þarna er hugsað stórt og glæsilega. Ef þessar hugmyndir komast til framkvæmda myndu þær gjörbreyta yfirbragði Reykjavíkur. Við Íslendingar þekkjum vel fallegar borgir sem standa á eyjum eða skerjagarði. Stokkhólmur er auðvitað ein af stásslegustu borgum heims og þótt Osló sé ekki eins reisuleg er borgarstæðið þar sérstaklega skemmtilegt. Norðmenn hafa verið svo gæfuríkir að varðveita ólíka heima innan höfuðborgar sinnar. Maður er til dæmis ekki nema rétt um tíu mínútur að keyra eða sigla frá steinsteyptum miðbæ Oslóar og út á Bygdö skagann sem hefur að geyma nokkur af þekktustu söfn borgarinnar, íbúðarhús og helsta útivistarsvæði Oslóarbúa á sumrin. Og á leiðinni má sjá beljur konungs á beit í haga sínum. Ef kemur að því að útfæra hugmyndir sjálfstæðimanna nánar ber borgaryfirvöldum skylda til þess að taka mið af því sem vel hefur lukkast í skipulagi annars staðar. Það verður að gæta þess að byggðin á eyjunum á sundum okkar Reykvíkinga verði fjölbreytt og dragi að sér mannlíf en ekki dauðyflisleg úthverfi. Einn er þó sá galli á hugmyndum sjálfstæðismanna að ekki er tekið á því hvort Reykjavíkurflugvöllur fari eða veri áfram í Vatnsmýrinni, en það hlýtur þó að vera algjört lykilatriði í framtíðarskipulagi höfuðborgarinnar. Sú staðreynd blasir enn augljósar við en áður þegar myndin sem fylgdi hugmyndum sjálfstæðismanna er skoðuð. Flugvöllurinn stendur þar eins og fleygur í miðri framtíðarborginni. Sjálfstæðismenn boða að vísu bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins á næstu árum en af hverju að bíða? Af hverju ekki að útfæra strax tillögur um hvar sé hægt að koma flugvellinum fyrir á höfuborgarsvæðinu sem hluta af þessari framtíðarsýn og leggja í dóm kjósenda í borgarstjórnarkosningunum næsta vor? Það er engin ástæða til að beygja sig undir að valið standi milli þess að flugvöllurinn verði um kyrrt eða innanlandsflugið flytjist annars til Keflavíkur eins og þeir halda fram sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Umfram allt eru hugmyndir sjálfstæðismanna um eyjaborgina Reykjavík þó gott innlegg inn í vaxandi áhuga borgarbúa á skipulagmálum og með þeim hafa sjálfstæðismenn tekið ákveðið frumkvæði í baráttunni sem er framundan um Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Í gær birtist í fjölmiðlum spennandi framtíðarsýn borgarstjórnarflokks sjálfstæðimanna um eyjaborgina Reykjavík. Hugmyndir flokksins gera ráð fyrir því að stað þess að höfuðborgarbyggðin teygi sig áfram inn til landsins og upp til fjalla, eins og hún stefnir óðfluga núna, verði horft til hafs og borgarbúar taki sér bólfestu á eyjunum fyrir utan strandlengjuna og þær tengdar við meginlandið með landfyllingum, brúm og jarðgöngum. Þarna er hugsað stórt og glæsilega. Ef þessar hugmyndir komast til framkvæmda myndu þær gjörbreyta yfirbragði Reykjavíkur. Við Íslendingar þekkjum vel fallegar borgir sem standa á eyjum eða skerjagarði. Stokkhólmur er auðvitað ein af stásslegustu borgum heims og þótt Osló sé ekki eins reisuleg er borgarstæðið þar sérstaklega skemmtilegt. Norðmenn hafa verið svo gæfuríkir að varðveita ólíka heima innan höfuðborgar sinnar. Maður er til dæmis ekki nema rétt um tíu mínútur að keyra eða sigla frá steinsteyptum miðbæ Oslóar og út á Bygdö skagann sem hefur að geyma nokkur af þekktustu söfn borgarinnar, íbúðarhús og helsta útivistarsvæði Oslóarbúa á sumrin. Og á leiðinni má sjá beljur konungs á beit í haga sínum. Ef kemur að því að útfæra hugmyndir sjálfstæðimanna nánar ber borgaryfirvöldum skylda til þess að taka mið af því sem vel hefur lukkast í skipulagi annars staðar. Það verður að gæta þess að byggðin á eyjunum á sundum okkar Reykvíkinga verði fjölbreytt og dragi að sér mannlíf en ekki dauðyflisleg úthverfi. Einn er þó sá galli á hugmyndum sjálfstæðismanna að ekki er tekið á því hvort Reykjavíkurflugvöllur fari eða veri áfram í Vatnsmýrinni, en það hlýtur þó að vera algjört lykilatriði í framtíðarskipulagi höfuðborgarinnar. Sú staðreynd blasir enn augljósar við en áður þegar myndin sem fylgdi hugmyndum sjálfstæðismanna er skoðuð. Flugvöllurinn stendur þar eins og fleygur í miðri framtíðarborginni. Sjálfstæðismenn boða að vísu bindandi atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins á næstu árum en af hverju að bíða? Af hverju ekki að útfæra strax tillögur um hvar sé hægt að koma flugvellinum fyrir á höfuborgarsvæðinu sem hluta af þessari framtíðarsýn og leggja í dóm kjósenda í borgarstjórnarkosningunum næsta vor? Það er engin ástæða til að beygja sig undir að valið standi milli þess að flugvöllurinn verði um kyrrt eða innanlandsflugið flytjist annars til Keflavíkur eins og þeir halda fram sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Umfram allt eru hugmyndir sjálfstæðismanna um eyjaborgina Reykjavík þó gott innlegg inn í vaxandi áhuga borgarbúa á skipulagmálum og með þeim hafa sjálfstæðismenn tekið ákveðið frumkvæði í baráttunni sem er framundan um Reykjavík.