Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi 24. maí 2005 00:01 Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent