Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi 24. maí 2005 00:01 Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira