Egill á nú Silfur Egils 22. maí 2005 00:01 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Lífið Menning Pistlar Silfur Egils Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga.