Fréttir, trú og siðferði 17. maí 2005 00:01 Sextán manns eru látnir og á annað hundrað slasaðir eftir óeirðir sem brutust út í Afganistan þegar fréttist að bandarískir hermenn hefðu vanvirt Kóraninn, trúarrit múslima. Bandaríska vikuritið Newsweek flutti frétt þess efnis í vikunni að helgiritinu hefði verið sturtað niður í salernisskál í fangabúðunum í Guantanamo í því skyni að þvinga íslamska fanga til að veita upplýsingar. Víðar í löndum múslima hefur komið til óeirða út af þessari frétt og athæfið sætt fordæmingu. Í Newsweek í gærmorgun kom hins vegar fram að fréttin gæti verið röng og var beðist velvirðingar á villum í henni. Reyndist hún aðeins hafa verið byggð á frásögn eins heimildarmanns sem taldi sig hafa lesið um atvikið í leynilegum stjórnarskjölum. Heimildarmaðurinn er ekki lengur viss um hvar atvikið gerðist. Dregið hefur verið í efa að það hafi yfirhöfuð átt sér stað. Það verður að teljast næsta ótrúlegt dómgreindarleysi hjá útbreiddu og virtu fréttariti eins og Newsweek að treysta á einn heimildarmann þegar settar eru fram jafn alvarlegar ásakanir og hér var um að ræða. Hætt er við að trúverðugleiki blaðsins hafi beðið mikinn skaða. Er ekki á bætandi eftir þau hneyksli sem skekið hafa bandaríska fjölmiðla á undanförnum mánuðum. Hefur hver fjölmiðillinn á fætur öðrum orðið uppvís að hroðvirknislegum vinnubrögðum sem leiddu til uppsláttarfrétta sem ekki reyndust á rökum reistar. Trúverðugleiki Newsweeks og annarra fjölmiðla er þó léttvægur miðað við hinar hörmulegu afleiðingar fréttarinnar. Enn kann hún að eiga eftir að draga á eftir sér langan slóða. Víst er að fréttin skaðar ekki aðeins Bandaríkjastjórn heldur Vesturlönd öll og vestræn samfélög. Skiljanlegt er að vanvirðing við helgirit og helgigripi skapi hugaræsing og óróa meðal trúaðra. Þar eru múslimar ekki einir á báti. Fjölmiðlar þurfa þess vegna að sýna sérstaka aðgát og vandvirkni þegar þeir flytja fréttir á þessu sviði. En stundum er vissulega erfitt að átta sig á siðferðishugmyndum manna og hvar þeir draga mörkin milli þess sem hægt er að sætta sig við og hins sem er óviðunandi. Ekki eru margir dagar síðan fréttist að ung kona í Afganistan hefði verið grýtt til bana fyrir að vera eiginmanni sínum ótrú. Ekki hefur spurst að þessi villimannslega aftaka á grundvelli gamalla laga hafi vakið hugaræsing og óróa meðal múslima eða kallað þúsundir manna út á götur til að mótmæla. Hver getur verið skýringin á því? Múslimar eiga rétt á því að Vesturlandabúar virði trúarbrögð þeirra og trúartilfinningar. En það er kominn tími til þess að þeir líti einnig í eigin barm og uppræti forneskjuna sem komið hefur óorði á íslam og íslamska menningu í okkar heimshluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Sextán manns eru látnir og á annað hundrað slasaðir eftir óeirðir sem brutust út í Afganistan þegar fréttist að bandarískir hermenn hefðu vanvirt Kóraninn, trúarrit múslima. Bandaríska vikuritið Newsweek flutti frétt þess efnis í vikunni að helgiritinu hefði verið sturtað niður í salernisskál í fangabúðunum í Guantanamo í því skyni að þvinga íslamska fanga til að veita upplýsingar. Víðar í löndum múslima hefur komið til óeirða út af þessari frétt og athæfið sætt fordæmingu. Í Newsweek í gærmorgun kom hins vegar fram að fréttin gæti verið röng og var beðist velvirðingar á villum í henni. Reyndist hún aðeins hafa verið byggð á frásögn eins heimildarmanns sem taldi sig hafa lesið um atvikið í leynilegum stjórnarskjölum. Heimildarmaðurinn er ekki lengur viss um hvar atvikið gerðist. Dregið hefur verið í efa að það hafi yfirhöfuð átt sér stað. Það verður að teljast næsta ótrúlegt dómgreindarleysi hjá útbreiddu og virtu fréttariti eins og Newsweek að treysta á einn heimildarmann þegar settar eru fram jafn alvarlegar ásakanir og hér var um að ræða. Hætt er við að trúverðugleiki blaðsins hafi beðið mikinn skaða. Er ekki á bætandi eftir þau hneyksli sem skekið hafa bandaríska fjölmiðla á undanförnum mánuðum. Hefur hver fjölmiðillinn á fætur öðrum orðið uppvís að hroðvirknislegum vinnubrögðum sem leiddu til uppsláttarfrétta sem ekki reyndust á rökum reistar. Trúverðugleiki Newsweeks og annarra fjölmiðla er þó léttvægur miðað við hinar hörmulegu afleiðingar fréttarinnar. Enn kann hún að eiga eftir að draga á eftir sér langan slóða. Víst er að fréttin skaðar ekki aðeins Bandaríkjastjórn heldur Vesturlönd öll og vestræn samfélög. Skiljanlegt er að vanvirðing við helgirit og helgigripi skapi hugaræsing og óróa meðal trúaðra. Þar eru múslimar ekki einir á báti. Fjölmiðlar þurfa þess vegna að sýna sérstaka aðgát og vandvirkni þegar þeir flytja fréttir á þessu sviði. En stundum er vissulega erfitt að átta sig á siðferðishugmyndum manna og hvar þeir draga mörkin milli þess sem hægt er að sætta sig við og hins sem er óviðunandi. Ekki eru margir dagar síðan fréttist að ung kona í Afganistan hefði verið grýtt til bana fyrir að vera eiginmanni sínum ótrú. Ekki hefur spurst að þessi villimannslega aftaka á grundvelli gamalla laga hafi vakið hugaræsing og óróa meðal múslima eða kallað þúsundir manna út á götur til að mótmæla. Hver getur verið skýringin á því? Múslimar eiga rétt á því að Vesturlandabúar virði trúarbrögð þeirra og trúartilfinningar. En það er kominn tími til þess að þeir líti einnig í eigin barm og uppræti forneskjuna sem komið hefur óorði á íslam og íslamska menningu í okkar heimshluta.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun