Óánægja með sýknudóm yfir Lettum 14. maí 2005 00:01 Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira