Óánægja með sýknudóm yfir Lettum 14. maí 2005 00:01 Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent