Óánægja með sýknudóm yfir Lettum 14. maí 2005 00:01 Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira