Jón Ormur, Össur, Björn og Steingrímur 29. apríl 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Jón Ormur Halldórsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason. Fleiri gestir eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn er sendur út. Jón Ormur ætlar að koma til að ræða um nýju risana í viðskiptalífi heimsins, Kína og Indland, einkum þó Kína. Skoðuð verður staða þessara ríkja í ljósi hnattvæðingarinnar, framleiðslan sem er að flytjast þangað, hvaða áhrif það hefur á Vesturlönd, aukin eftirspurn þeirra eftir olíu og ýmsum varningi og hvernig alþýðu í þessum löndum hefur reitt af í þessum breytingum. Össur mun leggja mér lið í að spá og spekúlera í kosningunum í Bretlandi sem fara fram í næstu viku, en Össur stundaði háskólanam í Bretlandi og er manna froðastur um bresk stjórnmál. Í þættinum verður einnig einblínt á skipulagsmál í Reykjavík eftir að ákveðið hefur verið að Háskólinn í Reykjavík fái stað í Vatnsmýrinni, rétt við Reykjavíkurflugvöll. Í fyrsta hluta þáttarins verður svo farið yfir veturinn í pólitíkinni og velt vöngum yfir því hvað hafi staðið upp úr. Auk þess verður litið á nokkur mál sem hæst ber í fréttum þessa stundina. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Jón Ormur Halldórsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason. Fleiri gestir eiga svo eftir að bætast við áður en þátturinn er sendur út. Jón Ormur ætlar að koma til að ræða um nýju risana í viðskiptalífi heimsins, Kína og Indland, einkum þó Kína. Skoðuð verður staða þessara ríkja í ljósi hnattvæðingarinnar, framleiðslan sem er að flytjast þangað, hvaða áhrif það hefur á Vesturlönd, aukin eftirspurn þeirra eftir olíu og ýmsum varningi og hvernig alþýðu í þessum löndum hefur reitt af í þessum breytingum. Össur mun leggja mér lið í að spá og spekúlera í kosningunum í Bretlandi sem fara fram í næstu viku, en Össur stundaði háskólanam í Bretlandi og er manna froðastur um bresk stjórnmál. Í þættinum verður einnig einblínt á skipulagsmál í Reykjavík eftir að ákveðið hefur verið að Háskólinn í Reykjavík fái stað í Vatnsmýrinni, rétt við Reykjavíkurflugvöll. Í fyrsta hluta þáttarins verður svo farið yfir veturinn í pólitíkinni og velt vöngum yfir því hvað hafi staðið upp úr. Auk þess verður litið á nokkur mál sem hæst ber í fréttum þessa stundina. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun