Segjast saklausir af nánast öllu 25. apríl 2005 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira