Segjast saklausir af nánast öllu 25. apríl 2005 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira