Sport

Paxson rekinn frá Cavaliers

Dan Gilbert, einn af aðaleigendum Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum tilkynnti í gær að Jim Paxson hefði verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri liðsins. Að auki var greint frá því að Brendan Malone, sem tók við af Paul Silal í mars sl., yrði ekki þjálfari næsta vetur.   "Ég vil þakka Jim Paxson fyrir það starf sem hann hefur unnið fyrir félagið síðustu 7 árin," sagði Gilbert. "Hann hefur lagt hart að sér og tekið góðar ákvarðarnir sem hefur skilað betri árangri hjá liðinu. Nú er hins vegar kominn tími á nýjar áherslur hjá Cleveland Cavaliers." Gilbert leyndi því ekki að Cavs yrði byggt í kringum LeBron James. "Hann hefur vaxið og þroskast sem einn af bestu leikmönnum sögunnar á eins stuttum tíma og raun ber vitni. Það gefur félaginu visst forskot á önnur lið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×