Öruggir sigrar í tveimur einvígum á netskákmótinu Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. september 2024 12:54 Skákfólkið sókndjarfa Björn Þorfinnsson og Olga Prudnykova mættust í 2. umferð Íslandsmeistaramótsins í netskák á sunnudaginn. „Þetta hafðist en var ansi tæpt á köflum,“ segir Björn Þorfinnsson en hann og Hannes Hlífar Stefánsson stóðu uppi sem sigurvegarar eftir tvö spennandi einvígi á Íslandsmeistaramóti Símans í netskák á sunnudagskvöld. Björn sigraði Olgu Prudnykova með 5,5 vinningum á móti 2,5 og Hannes Hlífar lagði Guðmund Gíslason einnig með 5,5 vinningum á móti 1,5. Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson lýstu viðureignunum í beinni útsendingu og voru þegar upp var staðið sammála um að þrátt fyrir frekar örugga sigra hafi bæði einvígin verið skemmtileg. Bjarnarveinið bergmálaði um Kópavoginn „Þetta hafðist en var ansi tæpt á köflum. Olga er ólseig og útsjónarsöm og maður má aldrei missa einbeitinguna,“ segir Björn sem prísar sig sælan. „Ég var til að mynda klossmátaður í eitt skiptið upp úr þurru og blessunarlega var ekki kveikt á hljóðnema því bjarnarveinið heyrðist um allan Kópavoginn.“ Fyrirfram áttu Ingvar og Björn von á að sjá „taktískar glæringar“ í fyrri viðureign kvöldsins þar sem Olga og Björn eru bæði sókndjarfir skálmenn. Olga þekkt fyrir hvassan stíl og Björn fyrir „alls konar fléttur og furðufórnir“. Björn hafi þó farið betur af stað og tekist að setja tímapressu á Olgu, eitthvað sem hann er gjarn á að gera í hraðskákum, og hafi því sigrað nokkuð örugglega. Fyrir seinna einvígi kvöldsins bentu Ingvar og Björn á að stórmeistarinn Hannes Hlífar væri sterkari en FIDE meistarinn Guðmundur á pappírunum og þegar úrslit lágu fyrir sammæltust þeir um að heilt yfir hefði sigur Hannesar verið nokkuð öruggur. Björn Þorfinnsson segir aldrei mega missa einbeitinguna á móti Olgu og óp hans hafi heyrst um allan Kópavoginn þegar hún klossmátaði hann í einni skákinni. Ingvar sagði Hannes hafa haldið stjórninni á einvíginu og að sigur hans hafi jafnvel verið öruggari en hann hafði búist við. Ljóngrimmir keppendur mætast á Íslandsmótinu í netskák Með sigrum gærkvöldsins eru Hannes Hlífar og Björn komnir í átta manna úrslit þar sem fyrir voru Helgi Ólafsson og Bragi Þorfinnsson. Helgi eftir 5,5 - 1,5 sigur á Þresti Þórhallssyni og Bragi eftir að hafa lagt Dag Arngrímsson 6-2. Sextán manna úrslitin eru þar með hálfnuð en halda áfram sunnudaginn 6. október þegar hinir reyndu stórmeistarar Helgi Áss Grétarsson og Jóhann Hjartarsson mætast annars vegar og hins vegar tveir ungir og efnilegir, Aleksandr Domalchuk og Hilmir Freyr Heimisson, upprennandi meistarar. Ingvar Þór og Björn Ívar spá því hiklaust skemmtilegu kvöldi í byrjun október og ekki minnkar spennan 20. október þegar Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson mætast í viðureign sem margir bíða spenntir eftir. Það kvöld eigast þeir einnig við Guðmundur Kjartansson og Símon Þórhallsson en sá síðarnefndi komst inn á Íslandsmeistaramótið í gegnum undankeppnina. Rafíþróttir Tengdar fréttir Gríðarlegar sviptingar á undanmóti Íslandsmótsins í netskák Skákmennirnir Dagur Arngrímsson, Guðmundur Gíslason og Símon Þórhallsson höfnuðu í gærkvöld í þremur efstu sætum undankeppninnar fyrir Íslandsmótið í netskák og fylla því flokk 16 keppenda á útsláttarmótinu en 13 keppendum hafði áður verið boðið til leiks. 26. ágúst 2024 11:27 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn
Björn sigraði Olgu Prudnykova með 5,5 vinningum á móti 2,5 og Hannes Hlífar lagði Guðmund Gíslason einnig með 5,5 vinningum á móti 1,5. Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson lýstu viðureignunum í beinni útsendingu og voru þegar upp var staðið sammála um að þrátt fyrir frekar örugga sigra hafi bæði einvígin verið skemmtileg. Bjarnarveinið bergmálaði um Kópavoginn „Þetta hafðist en var ansi tæpt á köflum. Olga er ólseig og útsjónarsöm og maður má aldrei missa einbeitinguna,“ segir Björn sem prísar sig sælan. „Ég var til að mynda klossmátaður í eitt skiptið upp úr þurru og blessunarlega var ekki kveikt á hljóðnema því bjarnarveinið heyrðist um allan Kópavoginn.“ Fyrirfram áttu Ingvar og Björn von á að sjá „taktískar glæringar“ í fyrri viðureign kvöldsins þar sem Olga og Björn eru bæði sókndjarfir skálmenn. Olga þekkt fyrir hvassan stíl og Björn fyrir „alls konar fléttur og furðufórnir“. Björn hafi þó farið betur af stað og tekist að setja tímapressu á Olgu, eitthvað sem hann er gjarn á að gera í hraðskákum, og hafi því sigrað nokkuð örugglega. Fyrir seinna einvígi kvöldsins bentu Ingvar og Björn á að stórmeistarinn Hannes Hlífar væri sterkari en FIDE meistarinn Guðmundur á pappírunum og þegar úrslit lágu fyrir sammæltust þeir um að heilt yfir hefði sigur Hannesar verið nokkuð öruggur. Björn Þorfinnsson segir aldrei mega missa einbeitinguna á móti Olgu og óp hans hafi heyrst um allan Kópavoginn þegar hún klossmátaði hann í einni skákinni. Ingvar sagði Hannes hafa haldið stjórninni á einvíginu og að sigur hans hafi jafnvel verið öruggari en hann hafði búist við. Ljóngrimmir keppendur mætast á Íslandsmótinu í netskák Með sigrum gærkvöldsins eru Hannes Hlífar og Björn komnir í átta manna úrslit þar sem fyrir voru Helgi Ólafsson og Bragi Þorfinnsson. Helgi eftir 5,5 - 1,5 sigur á Þresti Þórhallssyni og Bragi eftir að hafa lagt Dag Arngrímsson 6-2. Sextán manna úrslitin eru þar með hálfnuð en halda áfram sunnudaginn 6. október þegar hinir reyndu stórmeistarar Helgi Áss Grétarsson og Jóhann Hjartarsson mætast annars vegar og hins vegar tveir ungir og efnilegir, Aleksandr Domalchuk og Hilmir Freyr Heimisson, upprennandi meistarar. Ingvar Þór og Björn Ívar spá því hiklaust skemmtilegu kvöldi í byrjun október og ekki minnkar spennan 20. október þegar Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson mætast í viðureign sem margir bíða spenntir eftir. Það kvöld eigast þeir einnig við Guðmundur Kjartansson og Símon Þórhallsson en sá síðarnefndi komst inn á Íslandsmeistaramótið í gegnum undankeppnina.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Gríðarlegar sviptingar á undanmóti Íslandsmótsins í netskák Skákmennirnir Dagur Arngrímsson, Guðmundur Gíslason og Símon Þórhallsson höfnuðu í gærkvöld í þremur efstu sætum undankeppninnar fyrir Íslandsmótið í netskák og fylla því flokk 16 keppenda á útsláttarmótinu en 13 keppendum hafði áður verið boðið til leiks. 26. ágúst 2024 11:27 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn
Gríðarlegar sviptingar á undanmóti Íslandsmótsins í netskák Skákmennirnir Dagur Arngrímsson, Guðmundur Gíslason og Símon Þórhallsson höfnuðu í gærkvöld í þremur efstu sætum undankeppninnar fyrir Íslandsmótið í netskák og fylla því flokk 16 keppenda á útsláttarmótinu en 13 keppendum hafði áður verið boðið til leiks. 26. ágúst 2024 11:27