Einn af sexmenningunum handtekinn 17. apríl 2005 00:01 Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira