Einn af sexmenningunum handtekinn 17. apríl 2005 00:01 Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira