Innlent

Farsímanotendum fjölgar hratt

Símtölum í farsímakerfum símafyrirtækja hérlendis fjölgar jafnt og þétt á kostnað almenna símkerfisins en notendur þess hafa ekki verið færri síðan 1997. Fjölda smáskilaboða milli farsíma hefur fjölgað þrefalt á síðustu fjórum árum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Póst og fjarskiptastofnunar á fjarskiptamarkaðnum á síðasta ári. Kemur þar fram að þeim fjölgar hratt sem aðgang hafa að háhraða internettengingum hérlendis og eru nú um 50 þúsund manns með slíkar tengingar. Símtölum í fastanet fækkar mikið en símtölum í farsímanetum fjölgar og sérstaklega er aukning svokallaðra smáskilaboða, sms, mikil. Íslendingar sendu tæplega 160 milljón slík skilaboð á síðasta ári. Kostnaður hvers og eins er um tíu krónur og því högnuðust símafyrirtækin um 1,6 milljarð króna á smáskilaboðum landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×