Mál Norðmannsins Anders Saethers gegn Arngrími Jóhannssyni, eins stofnenda flugfélagsins Atlanta, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Saether segir Arngrím hafa gert bindandi samning um kaup á helmingseignarhluta í fyrirtækinu Scandinavian Historic Flight, en hann hafi svo rofið þann samning einhliða. Saether krefst þess að staðið verði við samninginn og Arngrímur greiði tæpar 94 milljónir króna fyrir hlutinn.