Áhyggjulaus yfir markaleysinu 9. apríl 2005 00:01 Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira