Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag 2. apríl 2005 00:01 Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira