Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag 2. apríl 2005 00:01 Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira